Spurning fyrir ykkur trúleysingjana

Can you provide proof and evidence that Atheism is accurate and correct?


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Góð spurning Alexander :)

Mofi, 15.8.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Já hún er það, ég fékk hana að láni frá shockofgod á youtube - http://www.youtube.com/watch?v=PVbdQPlEy_g

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 00:29

3 Smámynd: Odie

Veltu nú lítiðræði fyrir þér.

Trúir þú á Óðinn, Þór, Ishvar, Zeus ?

Svarið er líklegast nei.  Eða þú trúir í mesta lagi á einn þeirra og hafnar öllum hinum sem rugli af ýmsum ástæðum.  Trúleysingjar ganga einu skrefi lengra en þú og trúa ekki á guðinn þinn frekar en þú trúir á guði annarra.  

Trúleysingjar hafna ekkert endilega því að guð gæti verið til.  Hins vegar er ekkert sem sannar eða eru til sönnunargögn sem sýna fram á réttmæti kröfunnar um að guð sé til.  Á meðan guðirnir geta ekki gert betur grein fyrir sér er engin ástæða til að halda að þeir séu til.

Odie, 16.8.2010 kl. 08:35

4 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Allt bendir til þess að Guð sé til, en trúleysingjar virðast ekki geta notað almenna skynsemi og rökhugsun þegar kemur að þessu viðfangsefni, en það bendir allt á tilvist Guðs. En ég er ekki að spyrja um Guð og ætla ekki út á þann handlegg að þessu sinni. Ég vil vita sambandi við atheism, ef ég væri bróðir þinn og þú ættir að sannfæra mig um að Guð sé ekki til. Hverjar eru sannanir þínar og rök fyrir því?

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 08:55

5 Smámynd: Mofi

Odie, þarna sérðu aðeins menn sem trúa á Guð en þeir hafa gefið honum alls konar nöfn. Þeir vissu að Guð væri til og þetta var sú birtingarmynd sem þeir töldu vera rétta. Skrefið sem guðleysingjar taka er af allt öðrum toga því að þið eruð með því að segja að það er ekkert á bakvið alheiminn. Það er ekkert á bakvið uppruna lífs, uppruna náttúrunnar, mannkyns og alheimsins sjálfs.  Svo það er ekki nema sanngjarnt að spyrja, hvaða gögn hafið þið til að styðja þessa trú ykkar?

Mofi, 16.8.2010 kl. 09:47

6 Smámynd: Odie

Alexander,  Það er full ástæða til að ræða tilvist guðs þegar spurt er um trúleysi.  Trúleysi er ekkert sérstaklega merkilegt fyrirbæri.  Það er ekkert annan en að trúa ekki því sem aðrir halda fram án nokkurrar sönnunar.  

Það er óendanlega margt sem við tveir gætum verið sammála um að sé ekki til og við trúum ekki.  Ég trúi t.d. ekki á Tröll, Álfa, jólasveina, orkusteina, að geimverur hafi heimsótt okkur Jarðarbúa og margt fleira.  Þó að margir aðrir trúi á álfa og sú staðreynd að ég sé trúlaus á þá þó að öðrum finnist þeir vera til þá er sönnunarbyrðin ekki mín að sína fram á að þeir séu ekki til.  Sönnunarbyrðin er þeirra sem vilja telja öðrum trú um tilvist álfa.  

Trúarbrögð er alveg eins.  Það eru engin sönnunargögn fyrir tilvist guða.  Það er nóg til af ritum um þau, en ekkert þeirra sannar tilvist þeirra frekar en bækur um Harry Potter sanni að til séu Galdrakarlar.

 ### 

Mofi, Guðs hugmyndin bætir ekkert við þekkingu okkar um alheiminn.  Spurningin sem vaknar strax er náttúrulega spurningin hver skapaði guðina?    Svarið finnst mér augljós.  Maðurinn skapaði guðina í sinni mynd,  ekki öfugt.   

Odie, 16.8.2010 kl. 10:35

7 Smámynd: Mofi

Odie, í okkar heimi, tíma og rúms þá þarf það sem er til einhverja orsök. Aftur á móti getur það afl sem orsakaði alheiminn ekki tilheyrt tíma eða rúms eða efnis því að það afl orsakaði þessa hluti svo það verður að vera fyrir utan þá.  Þess vegna þarf það ekki að vera þannig að Guð þarf eitthvað til að orsaka tilvist Hans.

Mofi, 16.8.2010 kl. 10:41

8 Smámynd: Arnar

Vá.. ef þið virkilega horfið á shockofgod og gleypið við bullinu í honum þá er mun verra komið fyrir ykkur en ég hélt.

Ef þið eruð svona duglegir á Youtube þá ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir ykkur að finna öll svörinn við þessari kjánalegu spurningu sem er búið að pósta þar.

Arnar, 16.8.2010 kl. 11:43

9 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Odie, Andlegir hlutir dæmast á andlegan hátt. Ég ætla ekki að fara útskýra fyrir þér "santa-syndrome" sem svo margir trúleysingjar virðast hafa en þú getur flett því upp.

Það er ýmislegt í þessum heimi sem menn geta hvorki séð né snert sem öll rök og skynsemi benda til að sé rétt og því telst það vera sannað. Það er voðalega erfitt að sanna hluti og mjög fáir hlutir í heiminum eru sannaðir vegna þess að það er alltaf hægt að efast um allt. En þegar rökin og skynsemin leiða okkur að sannleika A, þá skiptir ekki máli hvort við höfum skoðun B eða C, sannleikur A er talinn sannaður þar til B eða C geta fært betri rök og afsannað A.

Eins og tildæmis hugsun, þú getur hvorki séð hana né snert hana, en hún er til og það telst sannað þar til það verður hægt að afsanna það. Nú spyr ég þig, fyrst þú virðist byggja trúleysi þitt á 100% trú og hefur ekki gefið mér fullnægjandi svar við spurningunni minni. Þá skal ég sleppa þér auðveldlega og bera fram aðra spurningu meðan þú reynir að finna svarið við upprunalegu spurningnni.

Hvað þarf til að teljast til sönnunar að Guð sé til?

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 11:50

10 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Arnar, Atheism er byggt á 100% trú og "trúleysingjum" ber að koma með sannanir fyrir máli sínu. Það er ekkert bull við það?

Útskýrðu mál þitt

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 11:53

11 Smámynd: Odie

það er algengur útúrsnúningur sumra trúaðra að trúleysi sé trú.   Sú staðreynd að ég trúi ekki á Vampírur eða uppvakninga gerir það ekki að verkum að vantrú á vampírum sé trú.  

En þú spyrð  "Hvað þarf til að teljast til sönnunar að Guð sé til?".  Það er nú svo margt sem guðirnir gætu gert til að sannfæra mig um tilvist þeirra.

Þeir gætu t.d. komið í heimsókn og bent sýnt mér þetta svart á hvítu.  En ég væri til í að taka smærra skref eins og t.d. að guðinn þinn kæmi í veg fyrir að nokkur maður, kona eða barn myndi deyja í einn dag.

Ég bið kannski um of mikið, en það er alveg ljóst að guðinn þinn ef hann er guð Gyðinga hefur gert aðra hluti sem ættu að gera þessar óskir mínar að smá máli.  Enda drap hann nú alla jarðarbúa á stuttum tíma og andstæðan við það verk myndi nú líklegast teljast ansi gott kraftaverk.

Það er mikill misskilningur  að halda að það sem þú skiljir ekki geri það að verkum að útskýringar á því séu ekki til.  Það getur vel verið að það taki okkur mannkynið langan tíma að skilja allt sem okkur langar til að skilja, en þekkingarleysi gerir það ekki að verkum að guðir séu til.  Það útskýrir aðeins þekkingarleysi.

Odie, 16.8.2010 kl. 12:33

12 Smámynd: Odie

Mofi,  Já það er alltaf orsök, hins vegar getur bara vel verið að alheimurinn hafi alla tíð verið til.  

Guðshugmyndin gerir ekkert til að bæta þekkingu okkar um alheiminn.  Það þarf ekkert að hafa verið til fyrir utan okkar tíma og rúm það er aðeins þín fantasía.

Odie, 16.8.2010 kl. 12:37

13 Smámynd: Arnar

Alger skortur á staðfestingu á allskyns yfirnáttúrulegum fyrirbærum er allt sem ég þarf til Axel.  Og btw, trúleysi mitt beinist ekki eingögnu gangvart guðinum þínum það er svo mikið af rugli og bulli sem ég hef enga trú á.. án frekar sannanna.

Og það er í sjálfu sér ekkert bull við það, en shockofgod er hinsvegar bullari.

Arnar, 16.8.2010 kl. 13:20

14 Smámynd: Mofi

Odie, sko...alveg magnaðar hvernig guðleysingjar hugsa.  Trúarhitinn er svo mikill að vísindum er hiklaust hafnað til að halda í guðleysis, hérna ertu frekar til að í alheimurinn sé eilífur en að hann hafi byrjun til að losna við Guð þó að gögnin sem styðja byrjun eru yfirþyrmandi.

Málið með trúaða trúleysingja... þið þurfum að trúa alls konar hlutum varðandi heiminn sem þið lifið í. Það er þess vegna sem maður er ekki til í að samþykkja þessa fullyrðingu ykkar að þið trúið ekki.  Þið eruð guðleysingjar og þið þurfið að trúa alls konar órökréttu bulli til að halda í þá trú. Ég tek undir með Newton er hann sagði:

Isaac Newton
Atheism is so senseless & odious to mankind that it never had many professors

Mofi, 16.8.2010 kl. 14:17

15 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég get spurt á móti, Alexander: Getur þú sannað að þú hafir ekki myrt Geirfinn?

Ef þú getur það ekki, verð ég að gera ráð fyrir því að þú hafir gert það. Ég bara veit að þú drapst hann. 

Skilurðu ekki hvernig "reglurnar" um sönnunarbyrði virka? Ef ég held því fram að þú hafir myrt Geirfinn, er það mitt að sanna það. Annars værir þú hlaupandi um allt að reyna að afsanna alla glæpi sem fólki dytti í hug að bera upp á þig. Þetta er grunnur réttarkerfisins.

Eins er það með Guð (eða álfa eða galdra eða drauga eða Loch Ness skrímslið), ef þú heldur því fram að þetta sé til er það þitt að sanna það, ekki mitt að afsanna það. Þú, verandi alveg viss um að t.d. draugar séu til, getur nefnilega alltaf komið með útskýringar á því hvers vegna ég finn ekki drauginn; hann er ósýniegur; hann skrapp út úr herberginu; þú getur bara séð hann ef þú trúir því að hann sé þarna, o.s.frv. 

Fæstir trúleysingjar útiloka möguleikann á því að til sé guð. Þeir hafa hins vegar margir hverjir nokkurn veginn útilokað að sá guð, sé hann til, sé eins og hinir ýmsu "fylgismenn" hans vilja meina.

Hvernig "veist" þú að Guð er til? Hvernig "veistu" að hann er eins og honum er lýst í Biblíunni frekar en öðrum trúarritum? Hvernig "veistu" að við trúleysingjarnir höfum rangt fyrir okkur?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.8.2010 kl. 14:30

16 Smámynd: Mofi

Tinna, af hverju er svona erfitt að bara setja fram rök fyrir þessari afstöðu þinni?  Prófaðu að reyna að klára setninguna: "Ég trúi að Guð er ekki til vegna þess að"... er þín trú virkilega þannig að þú getur ekki rökstutt hana?

Mofi, 16.8.2010 kl. 14:40

17 Smámynd: Odie

Æ, Mofi, þú heldur en þessu trúarrugli þínu áfram.  Bara vegna þess að þú skilur ekki allt þá eru engir guðir sem gerðu það fyrir vikið.  Þó að tíminn fyrir stórahvell sé með öllu óþekktur þá þýðir það ekki að alheimurinn hafi ekki verið til.  Það fór bara lítið fyrir honum.

Málið með okkur trúleysingja er að þegar við skiljum ekki eitthvað þá erum við ekki ráð fyrir guðum.  Í raun trúir þú Mofi á Guð gatana.   Því þar sem þekking er til staðar er guðinn þinn ekki til og því býr hann aðeins þar sem þekkingu vantar.  Með tímanum mun þessi guð þinn liðast í sundur og verða að nánast engu þar sem þekkingargötin minnka í sífellu.   

Ég hef samt gaman af því hvernig Mofi trúir á Vampírur og uppvakninga.  Því hann hefur í raun engin tök til að hafna tilvist þeirra.  (P.s.  Ekki gleyma að uppvakningar eru í biblíunni, þannig að það hlýtur af vera satt.  Þetta er ástæðan fyrir því að fólk þarf að muna eftir að loka hliðinu á kirkjugörðunum.)

Odie, 16.8.2010 kl. 14:52

18 Smámynd: Mofi

Odie, takk fyrir að staðfesta hvernig guðleysingjar hafna staðreyndum vegna sinna trúarskoðanna. Þetta er bara alveg stórkostulegt.

Odie
Málið með okkur trúleysingja er að þegar við skiljum ekki eitthvað þá erum við ekki ráð fyrir guðum.  Í raun trúir þú Mofi á Guð gatana.   Því þar sem þekking er til staðar er guðinn þinn ekki til og því býr hann aðeins þar sem þekkingu vantar

Það er einmitt þekking sem gefur mér góðar ástæður til að trúa á tilvist Guðs.  Það er þekking á hvað orsakar forritunarmál, upplýsingar og flóknar vélar sem lætur mig álykta að einhver vitrari en allir vísindamenn samtímans orsakaði þessa hluti sem við finnum í náttúrunni. Þetta er þekking, ekki vanþekking.

Vanþekkingin er ykkar meigin enda... getið þið ekki einu sinni svarað einfaldri spurningu, af hverju þið trúið eins og þið trúið.

Mofi, 16.8.2010 kl. 15:11

19 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Odie, Ef Guð kæmi í heimsókn og myndi sýna þér þetta svart á hvítu afhverju ættu hinir trúleysingjarnir að trúa þér? Þeir myndu ábyggilega engan veginn taka þínu orði sem sönnun fyrir því að Guð sé til. Ef Guð kæmi í veg fyrir að nokkur maður, kona eða barn myndi deyja í einn dag, myndu trúleysingjar þá gefa Guð heiðurinn að því? Nei ég held ekki,  en ef svo ólíklega vildi til, heldurðu að næsta kynslóð trúleysingja myndi trúa ykkar sögum? Málið með trúleysingja er að stundum vantar almenna skynsemi og rökhugsun, sem þeir vilja nota til að kryfja öll önnur mál.

Segðu mér aftur hvað telst til sönnunar að Guð sé til? Og einnig hver er skilgreining á þekkingu, er það bara það sem að hin vísindalega aðferð getur sýnt fram á?

Arnar, shockogod getur sagt allskyns bull, ég þekki það ekki. En þessi spurning finnst mér góð og eiga fullan rétt á sér. Þú talar um algeran skort á staðfestingu á allskyns yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Trúirðu ekki á neitt yfirnáttúrulegt? Verður það allt að vera innan ramma vísindaleguaðferðar vísindanna eins og þau eru skilgreind í dag? Þau hafa ekki alltaf verið skilgreind eins og þau eru skilgreind í dag, skilgreiningar breytast. Fyrir 200árum höfðu heimsspeki og vísindi sömu skilgreiningu. Það er ekki fyrr en bara nýlega sem það er farið að greina allt eftir svokallaðri "vísindalegu-aðferð" og ekkert getur verið sannleikur fyrir elsku blessuðu trúleysingjana nema akkurat það sem er greint á þann máta. Það er mjög svo takmarkandi að mörgu leyti.



Tinna, Hvaða sannanir kemurðu með á borðið fyrir því að ég hafi myrt Geirfinn? Eða er þetta bara blind trú eins og atheism? Hvernig ég veit hver Guð er, er gott efni seinna meir, ég tel mig geta gert grein fyrir og sýnt fram á sannleikann í minni trú. En núna er ég að biðja ykkur um að sanna ykkar trú. Hvað hafið þið til að leggja á borðið

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 15:12

20 Smámynd: Odie

Alexander, guðirnir þinir þurfa að sjálfsögðu að koma í heimsókn til fleiri en mín, enda hefði engin ástæðu til að trúa mér.  

En ég get sagt þér að ef engin myndi deyja í einn sólarhring þá myndi það hafa mikil áhrif á skoðanir þeirra sem myndu upplifa atburðinn.  Þannig að það er alveg ljóst að guðirnir þurfa að koma reglulega í heimsókn.  

Þessi ósýnilega vera sem gerir ekkert nema í leyndó er aðeins hugarburður þess sem það upplifir.  

En guð biblíunar hefur komið í heimsókn og þykir það ekki vera mikið mál, enda þurfti hann að koma oftar en einu sinni til sumra.  

En hér er nú aðalatriðið.  Þú sannar ekki tilveru þess sem er ekki til !!!

Þú getur prófað.  hvernig sannar þú að Harry Potter sé ekki til ?  Því höfundur bókarinnar hefur nú upplifað þetta allt saman sjálf.  Og þú veist hvernig galdrakarlar geta breytt hugarástandi þínu og annara.  Þú getur ekki sannað að þetta sé ósatt, enda myndi höfundur bókana aldrei viðurkenna sannleikan þar sem töfrar koma í veg fyrir það.  

Odie, 16.8.2010 kl. 15:30

21 Smámynd: Arnar

Axel, nei ég trúi ekki á neitt yfirnáttúrulegt nema þú getir lagt fram einhver haldbær gögn, eitthvað sem hægt er að mæla.

Annars sagði Tinna allt sem segja þarf.

Arnar, 16.8.2010 kl. 15:32

22 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, takk fyrir að staðfesta hvernig guðleysingjar hafna staðreyndum vegna sinna trúarskoðanna. Þetta er bara alveg stórkostulegt.

þú verður nú að útskýra fyrir okkur heilalausu hvaða staðreyndum ég er að hafna.

En þú spáir oft í forritunarmálum, en gleymir því alveg að náttúran gerir allt sem hún gerir án aðstoðar.  Kristallar myndast án hjálpar (nema þú trúir á kristalsálfa).  Vatn verður til við bruna vetnis og súrefnis án aðstoðar vatnsálfa.   Þú heldur þá að það sé forrit sem smíðar kristala eða önnur efni.  En vísindamenn og flest annað fólk skilur þessa náttúrulega ferla bara nokkuð vel.  Þó að efnaferlar séu flóknar þá eru þetta ferlar engu að síður.  Ég veit þetta er ofar þínum skilningi, en flest börn skilja þessa einföldu efnafræði.  

Odie, 16.8.2010 kl. 15:40

23 Smámynd: Mofi

Odie, þegar þú talar um að alheimurinn sé eilífur þá ertu að hafna nokkuð vel staðfestum vísindum

Odie
En þú spáir oft í forritunarmálum, en gleymir því alveg að náttúran gerir allt sem hún gerir án aðstoðar.  Kristallar myndast án hjálpar (nema þú trúir á kristalsálfa).  Vatn verður til við bruna vetnis og súrefnis án aðstoðar vatnsálfa.

Þarna sjáum við aðeins eiginleika efnanna. Það er ekkert þannig í gangi í DNA og próteinum. Þessir hlutir brotna niður en myndast ekki af sjálfu sér. Við getum ekki einu sinni látið þá myndast. Við getum ekki tekið þessi efni og látið þau mynda prótein sem geta lesið DNA kóða og svo framvegis. Þetta er ekki efnafræði, þetta er verkfræði og forritun.

Mofi, 16.8.2010 kl. 15:52

24 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Arnar, "einhver haldbær gögn, eitthvað sem hægt er að mæla." - Mæla á hvaða hátt?

Odie, Ert þú ekki búinn að gefa þér svarið fyrirfram það að Guð sé ekki til og alveg sama hvað ég set fram þá verður því afneitað? Ég lendi oft í því að koma fram með mín rök, og það sem almenn skynsemi myndi kalla sönnun, en það virðist vera alveg sama hvað ég sýni fram á það virðist ekki vera tekið gilt. Skilgreindu betur fyrir mér hvernig það yrði sannað að Guð væri til.

Það væri gaman ef þið mynduð sjá hversu mikilli trú þið byggið líf ykkar á. Ég er hér til að hlusta á ykkar rök sem virðast ekki vera byggð á neinu. Það eina sem þið segið er að þið bendið á vampírur, jólasveina og harry potter. Þetta er alveg solid mál, náið þið ekki að sannfæra marga með þessum rökum?

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 17:07

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Alexander: Þú greinilega skilur ekki hvað ég var að meina. Ef ég héldi því fram að þú hefðir myrt Geirfinn, væri það mitt að koma með sannanir, rétt eins og það er þitt að koma með sannanir fyrir þinni ótrúlegu tilgátu: tilvist hins Biblíulega Guðs. Alveg eins og það er nóg fyrir þig að segja "Nei, ég drap Geirfinn ekki" er nóg fyrir mig að segja "Nei, ég held að Guð Biblíunnar sé ekki til".

Ef þú skilur þetta ekki enn og heimtar "sannanir" fyrir tilvistarleysi Guðs, vil ég að sama skapi biðja þig að sanna að Þór, Seifur, Appollón, Begtse, Bast, Pachamama og Parvati séu ekki til. Þú hlýtur að fara létt með það, svo ég skal hafa annan skammt af guðum tilbúinn. Ef þú getur afsannað tilvist allra hinna guðanna með rökum sem eiga ekki við um þinn guð líka, er ég tilbúin að hlusta.

----

Mofi:  Þó ég hafni þinni útgáfu af Guði Biblíunnar þýðir það ekki að ég hafni öllum guðshugmyndum umhugsunarlaust.

Ég tel líklegt að Guð sé ekki til, þar sem ég hef aldrei séð nokkuð sem bendir til þess að hann sé til.  Klára þú nú þessa setningu: "Ég trúi því að allir aðrir guðir en minn séu uppspuni frá rótum vegna þess að..."

Hvers vegna er svona erfitt fyrir ykkur að skilja þetta: þið eruð "trúleysingjar" eða "villutrúarmenn" gagnvart 99,999% guða - við göngum bara einum guði lengra, og af sömu ástæðu og þið hafnið öllum hinum guðunum, álfum, draugum, skrímslum, tröllum og Harry Potter.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.8.2010 kl. 17:43

26 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Tinna, Voðalega fáir hlutir í þessum heimi eru sannaðir. En það er margt sem talið er sannað og ég spyr þig: Hvað þarf ég að koma fram með til að það teljist vera sönnun? Þar sem að það er ekki hægt að sanna neitt rosalega mikið í þessum heimi, það er alltaf hægt að koma með spurninguna "Já, en hvað ef...".

Á hvaða grundvelli eru mér gefnir möguleikar á að sanna mitt mál?

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 18:20

27 Smámynd: Mofi

Tinna
Hvers vegna er svona erfitt fyrir ykkur að skilja þetta: þið eruð "trúleysingjar" eða "villutrúarmenn" gagnvart 99,999% guða - við göngum bara einum guði lengra, og af sömu ástæðu og þið hafnið öllum hinum guðunum, álfum, draugum, skrímslum, tröllum og Harry Potter.

Sem sagt, þið hafið engin rök fyrir ykkar afstöðu?  

Ég hef marg oft bent á ótal hluti sem styðja mína afstöðu, upphaf alheims, upphaf lífs, hönnun í náttúrunni, hönnun jarðarinnar, spádómar, vitnisburð fólks og svo margt fleira. Ég hef aðeins séð ykkur afsaka þettta í burtu en aldrei koma með neitt til að styðja ykkar afstöðu.

Mofi, 16.8.2010 kl. 18:53

28 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Alexander,

Þessi spurning er auðvitað fáránleg.  Gefðu þér bara smá tíma til að lesa hana aftur og velta henni dálítið fyrir þér.

Hvernig í ósköpunum getur trúleysi verið "accurate and correct"?  Allt og sumt sem felst í orðinu "atheism" eða guðleysi, er að sá sem er trúlaus lýsir yfir að hann trúi ekki á guði.  Hvernig getur það verið rangt eða rétt eða sannanlegt?  Hvað á að sanna?

Mofi,

Mig langar að minna þig á langa og stranga umræðu sem fór fram á blogginu þínu í vetur sem leið.  Þar náðist við þig samkomulag um að orðið trú hefði þrönga og víða skilgreiningu.  Þú viðurkenndir þá að samkvæmt þröngu skilgreiningu orðsins trú (að trúa á guði, yfirnáttúru, kraftaverk, syndaflóð o.s.frv.) væru trúleysingjar ekki trúaðir.  Hvað gerðist?  Fékkstu snert af heilablóðfalli?

Theódór Gunnarsson, 16.8.2010 kl. 20:31

29 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Theódór, Ég tel vera til nóg af rökum sem sýna fram á það að Guð sé til. Þar sem að ég tel að það hafi verið komið fram með næginlega mikið af rökum til að sanna það. Þar af leiðandi að halda því fram að hann sé ekki til krefst þess að fólk styði sitt mál með rökum og sanni mál sitt, að Guð sé ekki til. 

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 20:54

30 Smámynd: Mofi

Theódór, við notum orðið trú í víðri merkingu daginn út og inn. Ég hélt einmitt að við hefðum verið sammála um að í víðri merkingu orðsins þá trúa guðleysingjar alls konar hlutum, þeir hafa trú varðandi hvaðan við komum og hvert við höfum.

Varðandi þesa grein þá er þetta er einföld spurning, hvaða rök hafið þið fyrir ykkar afstöðu?  Finnst þér ekkert... kjánalegt að eiga í vandræðum með jafn auðvelda spurningu?

Mofi, 16.8.2010 kl. 20:54

31 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mofi: Það er gott að þú viðurkennir að þú hafnir öðrum guðum án raka. Hvers vegna má ég þá ekki hafna þínum án raka?

 Alexander: Þú gætir byrjað á því að segja okkur hvers vegna þú trúir á Guð og hvaða gögn styðja tilvist hans að þínu mati. Mofi er t.d. duglegur að nefna atriði úr gömlum munnmælasögum sem "staðfestingu" á tilvist Guðs. Því miður eru flestir skeptíkerar þannig gerðir að þeir vilja meira en óljósar sögusagnir. Biblían er því að mestu leyti gagnslaus sem "sönnunargagn" í augum skeptíkera, enda klárlega bullandi hlutdræg. Þú verður því að leita í hinn ógnvekjandi heim vísinda til að styðja kenningu þína.

Nú veit ég ekki hvort þú trúir því að Guð svari bænum eða geti læknað sjúkdóma, en ef þú gerir það gætirðu byrjað á því að leita uppi einhverja rannsókn sem hefur verið gerð á þeirri kenningu og skoðað niðurstöðurnar.

Þú gætir líka skoðað líffræði og eðlisfræði til að ákvarða hvort það sé líklegt að einhver hluti mannsins geti lifað áfram eftir dauða líkamans, og ef sönnunargögnin benda til þess er sjálfsagt að rannsaka það betur. Reyndar hafa menn verið að rannsaka það frá upphafi vega án niðurstöðu, en kannske tekst þér að finna svarið.

Þú gætir haldið því fram, eins og Mofi og fleiri, að eitthvað hljóti að hafa skapað alheiminn og að þetta 'eitthvað' hljóti að vera Guð. Það hins vegar sannar hvorki að sá Guð sé sá hinn sami og er lýst í Biblíunni eða að hann hafi haft nokkur afskipti af alheiminum eftir upphafið. Þar að auki vekur það upp klassísku spurninguna hver skapaði Guð?

Eftir að hafa eytt síðustu árum í að lesa mér til um trúmál og ekki síst að rökræða við trúaða, bæði á netinu og í kjötheimum, er ég nokkuð viss um að ég hafi séð flest rök manna fyrir tilvist (hins kristna) Guðs. Því miður falla flest þeirra um sjálf sig, enda ein af grunnkenningum kristinnar kirkju sú að menn eigi ekki að leita sannana heldur trúa í blindi (sbr. Jóh. 20:29 svo dæmi sé tekið). Á endanum leysast svona samræður því upp í rifrildi þar sem efahyggjumaðurinn biður um rökstuðning og trúmaðurinn svarar því til að hann "viti þetta bara" eða "finni fyrir Guði í hjartanu". 

Ég er hins vegar opin fyrir því að Guð geti verið til. Ert þú opinn fyrir þeim möguleika að hann sé það ekki?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.8.2010 kl. 20:55

32 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Já, það er rétt að samkvæmt víðu skilgreiningunni trúum við hinu og þessu, t.d. að ef við snertum heita eldavélarhellu brennum við okkur, ef við stökkvum út úr flugvél án fallhlífar þá hröpum við til bana og svo framvegis.  Þessu trúum við vegna þess að við höfum ástæðu til að ætla að svona sé þetta.  Við trúum hins vegar ekki samkvæmt þröngu skilgreiningunni.  Þetta urðum við sammála um.  Af hverju ert þú þá núna að núa okkur því um nasir að við séum bullandi trúaðir í sömu andrá og þú ert að tala um guði og trú á yfirnáttúru?  Er þetta eitthvert blæti hjá þér?  Færðu einhverskonar fullnægingu er þér tekst að trúa því að við séum í rauninni eins?

Svo spyrðu hvaða rök við höfum fyrir okkar afstöðu.  Þar ég að hafa rök fyrir að trúa EKKI?  Sérðu ekki hvað þetta er heimskulegt?   Segjum að ég haldi því fram við Jón að ég sé með risastóran demant í vasanum.  Þá væri ekki óeðlilegt að Jón krefðist þess að ég sýndi honum hann.  Hins vegar væri það sérdeilis óeðlilegt og ósanngjarnt af mér að segja við hann, "sannaðu þá að ég sé EKKI með hann".

Alexander,

Var semsé hugmyndin að við ættum að sanna að Guð sé ekki til?  Ef svo er þá er dæmisagan mín af demantinum svarið.  Það eruð þið sem trúið á þennan Guð sem haldið því fram að hann sé til.  Við trúleysingjarnir trúum því einfaldlega ekki, vegna þess að við sjáum ekkert sem bendir til þess.  Við erum hins vegar fæst að halda því fram að hann sé ekki til, enda vitum við ekki einu sinni hvað þetta orð "Guð" þýðir.  Orðið er fullkomlega óskilgreint í mínum huga.  Sönnunarbyrðin er hjá þér.

Theódór Gunnarsson, 16.8.2010 kl. 21:18

33 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Tinna, Ég fer þangað sem sannleikurinn leiðir mig. Áður en ég fer að koma með mín rök, þá spyr ég: Eru öll rit Plató, Aristóteles og Hómers gangslaus sönnunargögn og ekki hægt að nota þau? Þessir menn voru semsagt aldrei uppi?

Segja fornminjar ekkert til um sögu? Er ekki hægt að nota þau sem sönnunargögn um hvað hafi gerst á þeim tiltekna stað?

Theódór, Fyrst þið getið ekki svarað spurningunni, þá spyr ég þig ef þau rök sem ég kem fram með, sem ég tel vera næg til að teljast til sönnunar og þau benda í áttina að tilvist Guðs, ertu þá tilbúinn að trúa á Guð? Eða ertu fyrirfram búinn að mynda þér skoðun sem verður ekki haggað og þú neitar að líta á málið með rökhugsun og reynslu?

Alexander Steinarsson Söebech, 16.8.2010 kl. 22:50

34 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Alexander: Rit heimspekinganna sem þú nefnir eru ekki "einskis virði" frekar en Biblían. Hins vegar eru fáir sem taka því sem heilögum sannleik að ríkið eigi að stjórna barneignum fólks, eins og Plató vildi, eða að frumefnin séu einungis fimm, eins og Aristóteles hélt. Það er líklegt að Hómer hafi aldrei verið til.

Fornminjar eru góðar heimildir, sérstaklega þegar þær eru studdar öðrum heimildum, en oft sýna þær einmitt að ritaðar heimildir eru ónákvæmar eða rangar. Sem dæmi má nefna muninn á milli hinna ýmsu Biblíusagna og niðurstaðna fornleifafræðinga, svosem í Jeríkó. Einnig má minnast á jarðfræði vs. Biblíusögur, en ég vil ekki að Mofi ræni þræðinum til að tala um gælurisaeðlurnar hans Jesúsar litla.

Fólk ræður auðvitað hverju það trúir; Ég hef ákveðið að leggja traust mitt á samanlagða þekkingu margra kynslóða sjálfstætt starfandi, menntaðra jarðfræðinga, en Mofi hefur ákveðið að treysta frekar nokkrum ólæsum geitahirðum sem héldu að sólin snérist í kringum jörðina og að leðurblökur væru fuglar.

Þú segist fara þangað sem sannleikurinn leiði þig. Hefurðu prófað að leita að honum sjálfur í stað þess að bíða eftir að hann leiði þig? Hefurðu skoðað öll hin trúarbrögðin í heiminum og útilokað vísindalega eða rökfræðilega að þau séu ósönn?

Finnst þér það ekki merkileg tilviljun að þú skulir hafa fæðst akkúrat í þeim heimshluta þar sem "sannleikurinn" er hvað útbreiddastur, en ekki einhversstaðar annarsstaðar, þar sem menn hafa annan sannleika sem þeir eru alveg jafn sannfærðir um að sé hinn eini rétti? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.8.2010 kl. 23:31

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sæll og velkominn í trúmálaþrasið á netinu Alexander. Ég er hræddur um að ég verði að byrja á því að taka undir með fólkinu sem er þegar búið að skrifa hérna, ég get ekki afsannað tilvist guðs, og heldur ekki tilvist álfa og drauga.

Annars get ég reynt að færa umræðuna á nýja velli, til dæmis:

1. Ef þú byrjar að tileinka guði ýmsa eiginleika, t.d. algóður og skapari, þá virðist vera ljóst af ýmsum eiginleikum heimsins að hann er ekki til.

2. Þekking okkar virðist benda til þess að hugsanir og allt það sé algerlega háð heilum. Fólk sem að missir hluta af heilanum sínum missir vissan hluta minninga sinna og svo framvegis. Þetta bendir til þess að andaverur geti ekki verið til.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 00:14

36 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Þú hefur gaman af því að birta tilvitnanir í þekkta vísindamenn og því er við hæfi að birta tilvitnun í þann besta sem mannkyn hefur af sér alið:

The word God is for me nothing more than the expression and product of human weaknesses, the Bible a collection of honourable, but still primitive legends which are nevertheless pretty childish. No interpretation no matter how subtle can (for me) change this. These subtilised interpretations are highly manifold according to their nature and have almost nothing to do with the original text. For me the Jewish religion like all other religions is an incarnation of the most childish superstitions.
Albert Einstein, janúar 1954 (meira)

Hvað segirðu um þetta?

Óli Jón, 17.8.2010 kl. 00:33

37 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Tinna, Ég held við getum bæði verið sammála um að það getur ekki bæði verið til Guð á sama tíma og það er ekki til Guð. Nú ef það er ekki til Guð þá nær þetta ekki lengra, en ef það er til Guð þá hlýtur að vera einhver leið að finna út hver sá Guð er, hvernig svo sem hann er nú fundinn. Þú verður að athuga að það má ekki takmarka möguleikana við einhverja ákveðna leið til að leita að tilvist Guðs.

Þú hefur ákveðið að leggja traust þitt á jarðfræðingana sem eru menntaðir í skólum. Hvernig veistu að þessir jarðfræðingar eru að segja sannleikann? Er einhver möguleiki á því að þeir séu að fara með rangt mál? Er séns á því að kennslan sem þeir hafa fengið sé röng? Hefurðu heyrt fólk tala um að ef það myndi geta stjórnað menntun fólks, þá gæti það stjórnað landinu? Eða hvernig heilaþvottur á sér stað? Menn úr leyniþjónustu KGB tala um hvernig þeir þurfa að eyða áratugum og fá heila kynslóð til að kenna þeim sinn áróður til að ná þannig smátt og smátt að breyta skoðunum og hugsunum fólks. Þannig að eftir ákveðinn tíma er hægt að sýna þeim sönnunargögnin en viðkomandi trúir þeim ekki?

Ef ég gæti sagt til um hvað einhver manneskja gerir eftir 100ár frá því hún fæðist þar til hún deyr, það væri skrifað niður, myndi það geta talist til sannana um að ég byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum? Ef að vinir þessarar manneskju myndu verða vitni af því sem hún gerði og skrifa það niður, myndi það geta talist til sannana? Ef ekki rökstyddu þá mál þitt.

Nei, ég hef ekki skoðað öll trúarbrögð í heiminum, en það tekur langann tíma að skoða hvert fyrir sig. Það þýðir ekkert að glugga í einhverja bók eða greinar og ætlast til að skilja um hvað viðkomandi trúarbrögð snúist um. Það verður að kafa djúpt inn í þau og skoða þau grandgæfilega, umgangast fólk sem aðhyllist þessi trúarbrögð og reyna þau á eigin skinni

Ég trúi því að Guð hafi plan fyrir mig og ég hafi fæðst þar sem ég fæddist af ástæðu. Kristin trú og kristin trú er ekki sami hluturinn. Til er fullt af óheiðarlegu fólki sem segist trúa biblíunni en það gerir það í raun og veru ekki.  Persónulega þá trúi ég öllu því sem stendur í biblíunni, en það eru til margar útgáfur af biblíunni og ég er ekki að segja að allar útgáfur séu réttar, ég nota KJV og styðst við hebresku fornu ritin. Torah er grunnurinn sem allt er byggt á og það næst aldrei almennilegur skilningur að mínu mati nema viðkomandi kunni og skilji hebresku. Annars er ekki hægt að kafa nógu djúpt ofan í merkingu biblíunnar. Einnig er mikilvægt að skilja hebreska "hring-hugsun" og menningu. Einnig verða andlegir hlutir að dæmast á andlegann hátt. Mér finnst sannleikurinn ekki vera jafn útbreiddur og margir hverjir tala um. Það eru ekki margir sem aðhyllast sömu stefnu og ég og reyndar eru margir kristnir á móti mér og tala um að ég aðhyllist villutrú. En ég styðst við biblíuna og reyni eftir fremsta megni að fara eftir því sem stendur í henni sem margir gera ekki, það gæti kannski skýrt það hversvegna heimurinn versnandi fer.

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 00:35

38 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Þakka þér fyrir það Hjalti, þú mátt endilega halda áfram með fyrra umræðuefnið, hvaða eiginleikar gætu það verið?

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 00:42

39 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Alexander, ef þú heldur að jarðfræðingar séu bara heilaþvegnir, þá held ég að þú skiljir ekki alveg hvernig þetta virkar.

Ef ég gæti sagt til um hvað einhver manneskja gerir eftir 100ár frá því hún fæðist þar til hún deyr, það væri skrifað niður, myndi það geta talist til sannana um að ég byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum? Ef að vinir þessarar manneskju myndu verða vitni af því sem hún gerði og skrifa það niður, myndi það geta talist til sannana? Ef ekki rökstyddu þá mál þitt.

Viltu ræða meinta spádóma um Jesú? Það er eitt af uppáhalds umræðuefnunum mínum! 

...ég nota KJV...

Mistök! 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 00:46

40 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þakka þér fyrir það Hjalti, þú mátt endilega halda áfram með fyrra umræðuefnið, hvaða eiginleikar gætu það verið?

Algóður, skapari. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 00:47

41 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Geta jarðfræðingar verið öruggir um mælingar sínar á hve gömul jörðin er og vitað það með vissu hversu gömul jarðlögin eru og að það hafi ekkert komið fyrir steinana sem þeir aldursgreina sem gæti spillt mælingunni?

KJV er fín þýðing miðað við margar aðrar þýðingar. Eins og ég kom einnig inná þá er hebreskan nauðsynleg þar sem að það virðast fleiri heldur en trúleysingjar rangtúlka biblíuna. Endilega, komdu með einhvern spádóm og við getum rætt hann. Guð er almáttugur, í upphafi skapaði Guð himin og jörð og svo tók við sköpunin eins og hún leggur sig

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 01:12

42 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Alexander, þegar t.d. þrjá eða fjórar aldursmælingar gefa sömu niðurstöðuna, þá getum við verið nokkuð öruggir um að hún sé rétt. Ekki ertu ungjarðarsinni?

KJV er ekki góð af því að: 1. Hún byggir á lélegum handritum (t.d. er Comma Johanneum í KJV) 2. Þetta er á eldgamalli ensku. 

Endilega, komdu með einhvern spádóm og við getum rætt hann. 

Viltu að ég bendi á einhvern spádóm sem ég tel að gangi augljóslega ekki upp?

 Guð er almáttugur, í upphafi skapaði Guð himin og jörð og svo tók við sköpunin eins og hún leggur sig

Ef það væri til algóður skapari, þá hefði hann ekki skapað hluti eins og plasmodium sem orsakar malaríu sem drepur milljónir manna árlega, aðallega börn. QED

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 01:45

43 identicon

Þetta er óendanlega heimskuleg umræða sem hér fer fram. Þarf nokkuð að rökstyðja það? Sjá það ekki allir?

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 07:02

44 Smámynd: Mofi

Theódór
Af hverju ert þú þá núna að núa okkur því um nasir að við séum bullandi trúaðir í sömu andrá og þú ert að tala um guði og trú á yfirnáttúru?  Er þetta eitthvert blæti hjá þér?  Færðu einhverskonar fullnægingu er þér tekst að trúa því að við séum í rauninni eins?

Þið eruð trúaðir í sama skilningi og þið hafið trúarlegar skoðanir um heiminn sem við lifum í. Þið ( flestir ykkar ) svarið stóru spurningum lífsins, hvaðan komu við, af hverju erum við hérna og hvað verður um okkar. Þetta eru trúarlegar spurningar og þið svarið þeim í trú, ekki í einhverri fullvissu eða þekkingu.

Theódór
Svo spyrðu hvaða rök við höfum fyrir okkar afstöðu.  Þar ég að hafa rök fyrir að trúa EKKI?  Sérðu ekki hvað þetta er heimskulegt? 

Nei, ég sé það ekki. Þú hefur afstöðu en ekki rök fyrir þeirri afstöðu, það er að vísu mjög heimskulegt.

Mofi, 17.8.2010 kl. 09:12

45 Smámynd: Mofi

Óli Jón
Hvað segirðu um þetta?

Sorglegt og ég hefði haft gaman af því að rökræða við Einstein um þetta og fá að heyra hans rök fyrir þessari afstöðu.

Mofi, 17.8.2010 kl. 09:14

46 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, þegar þú talar um að alheimurinn sé eilífur þá ertu að hafna nokkuð vel staðfestum vísindum
 

Eins og venjulega þá eru fantasíur þínar að vefjast fyrir þér.  Þó að rætt sem um miklahvell sem upphaf okkar alheims sem við getum mælt, Þá hafa vísindin ekkert sagt að það sé upphaf alls sem er.  Það er af og frá.  Það eina sem gerðist er að afskaplega saman þjappaður alheimur (singularity) stækkaði.  Að vísu nokkuð hratt, en hann var engu að síður til.

Mofi: Þarna sjáum við aðeins eiginleika efnanna. Það er ekkert þannig í gangi í DNA og próteinum. Þessir hlutir brotna niður en myndast ekki af sjálfu sér. Við getum ekki einu sinni látið þá myndast. Við getum ekki tekið þessi efni og látið þau mynda prótein sem geta lesið DNA kóða og svo framvegis. Þetta er ekki efnafræði, þetta er verkfræði og forritun.

Sem fyrr er fantasíuheimurinn þinn að vefjast fyrir þér.   Mörg þessara efna höfum við reyndar smíðað nú þegar.  Efnafræðingar hafa síðan góðan skilning hvernig ýmsar stæri líffræðikeðjur hafa orðið til, en það er alveg ljóst að skrefin sem þá tók eru mörg og eru ekki en þekkt.  Það breytir ekki samt þeirri staðreynd að þróun getur útskýrt þetta lista vel.

En náttúrulega þeir sem trúa á guð gatana verða að hafa einhver hálmstrá að halda sér í, þannig að ég skil vel hvað þér er illa við þessar pælingar.   

Odie, 17.8.2010 kl. 09:19

47 Smámynd: Odie

Alexander: Odie, Ert þú ekki búinn að gefa þér svarið fyrirfram það að Guð sé ekki til og alveg sama hvað ég set fram þá verður því afneitað? Ég lendi oft í því að koma fram með mín rök, og það sem almenn skynsemi myndi kalla sönnun, en það virðist vera alveg sama hvað ég sýni fram á það virðist ekki vera tekið gilt. Skilgreindu betur fyrir mér hvernig það yrði sannað að Guð væri til.

Nóp, ég hef ekki gefið mér neitt svar.  Guð ef hann væri til gæti án nokkurra vandræða komið vitinu fyrir mér ekki satt.  En þeir sem vilja trúa á hann hafa þúsundir af afsökunum fyrir hann hvers vegna það mun aldrei gerast.  Ég bið þig í fullri alvöru að útskýra fyrir mér t.d. hvers vegna Harry Potter er ekki til.  það fyndna er að þú lendir í sömu vandræðum og aðrir við að afsanna tilveru guða.

Ég hef þegar gefið þér nokkrar tillögur um sannanir fyrir tilvist guða.  Þú gætir t.d. notað mátt bænarinnar og athugað hvort guðirnir væru til í að sanna tilveru sína.  

En þú spyrð hvernig það yrði sannað að Guð  sé til.  Það er í raun svo einfalt.  Komdu með sönnunargögn sem hægt er að nota til að staðfesta tilveru hans.  Þau sönnunargögn sem reynt er að nota eru hvergi til.  Biblían t.d er lítið annað er frásagnir manna sem ekkert sanna.   Frásagnir einstaklinga um engla eru eins og trölla eða álfasögur.  Notaðu eitthvað sem hægt er að staðfesta.

Odie, 17.8.2010 kl. 09:37

48 Smámynd: Mofi

Odie
Eins og venjulega þá eru fantasíur þínar að vefjast fyrir þér.  Þó að rætt sem um miklahvell sem upphaf okkar alheims sem við getum mælt, Þá hafa vísindin ekkert sagt að það sé upphaf alls sem er.  Það er af og frá.  Það eina sem gerðist er að afskaplega saman þjappaður alheimur (singularity) stækkaði.  Að vísu nokkuð hratt, en hann var engu að síður til
Ég er ósammála, flestir vísindamenn eru sammála um að efni, tími og rúm varð til og fyrir þann tíma var ekkert til. Talað um singularity en enginn veit hvað það var eða neitt.  Byrjun er í rauninni það sem er alveg pottþétt því eilífur alheimur gengur ekki rökfræðilega séð upp. Kíktu á þetta hérna: http://www.leaderu.com/truth/3truth11.html

Odie
Sem fyrr er fantasíuheimurinn þinn að vefjast fyrir þér.   Mörg þessara efna höfum við reyndar smíðað nú þegar.  Efnafræðingar hafa síðan góðan skilning hvernig ýmsar stæri líffræðikeðjur hafa orðið til, en það er alveg ljóst að skrefin sem þá tók eru mörg og eru ekki en þekkt. Það breytir ekki samt þeirri staðreynd að þróun getur útskýrt þetta lista vel.

Að setja saman einföld efni er ekkert í líkingu við að setja þau saman þannig að þau myndi starfandi vél. Það er algjörlega út fyrir okkar getu eins og er og ætti að segja þér eitthvað um hverjar líkurnar eru að efnin gátu raðað sér sjálf svona.

Odie
En náttúrulega þeir sem trúa á guð gatana verða að hafa einhver hálmstrá að halda sér í, þannig að ég skil vel hvað þér er illa við þessar pælingar.

Það sem ég hef á móti þeim eru að þær eru órökréttar og óvísindalegar.

Mofi, 17.8.2010 kl. 10:03

49 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Sorglegt og ég hefði haft gaman af því að rökræða við Einstein um þetta og fá að heyra hans rök fyrir þessari afstöðu.

Ég get fullyrt að Einstein hefði ekki nennt að "rökræða" um þetta við þig.  Þú ert fullkomlega ófær um slíkt.

Theódór Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 10:25

50 Smámynd: Mofi

Theódór, svakalega áttu eitthvað bágt. Við erum hérna að spjalla á vinalegum nótum að ég hélt og þú kemur þú með svona skít.  Verði þér að góðu...

Mofi, 17.8.2010 kl. 10:29

51 Smámynd: Jón Ragnarsson

Það er ekki hægt að sanna að eitthvað sé ekki til. Þið getið t.d. ekki sannað að það sé ekki til einfætt ósýnileg kind í bílskúrnum mínum.

Jón Ragnarsson, 17.8.2010 kl. 10:38

52 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Það er alltaf sama sagan með þig, að þér verður sjaldan haggað, og ef það tekst að opna augu þín fyrir einhverri villu í þínum málflutningi þá ertu alltaf kominn á sama plan aftur áður en maður getur blikkað auga.

Svo langar mig til að svara þessu:

Það er ekkert á bakvið uppruna lífs, uppruna náttúrunnar, mannkyns og alheimsins sjálfs.  Svo það er ekki nema sanngjarnt að spyrja, hvaða gögn hafið þið til að styðja þessa trú ykkar? 

Hver segir að það sé ekkert á bak við þetta allt?  Allt sem við segjum er að við vitum það ekki, og við höldum því fram að þú vitir það ekki heldur.  Við höfum engin gögn sem styðja að við vitum eitthvað um upphaf heimsins og upphaf lífsins.  Þetta er einfaldlega ekki vitað.

Þú telur þig vita þetta.  Guð gerði það.  En það er engin skýring.  Hvað er þetta Guð?  Það er eitthvað óefnislegt utan náttúrunnar, ómælanlegt, órannsakanlegt og .......  Þetta er engin skýring, þetta er bara orðaleikur.

Við vitum þetta ekki.

Theódór Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 11:43

53 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Hjalti, Þeir mæla þetta ekki svo nákvæmt... og það er hægt að fá hvað svo sem maður vill út úr aldursgreiningum. Eins og td, þeir ákveða hvað aðferð þeir nota til að mæla jarðveginn eftir því í hvaða jarðlagi hann er. Vatn getur einnig haft áhrif og skemmt mælinguna því það skolar inn efnum sem að skekkja mælingar. En þeir gera ráð fyrir að það hafi ekkert spillt sýninu sem þeir taka, og eru þannig að ganga fram í trú. Þeir vita ekkert hvar þessi viðkomandi steinn/sýni hefur verið frá upphafi og hvað hver saga hans er frá byrjun.

Mér finnst gaman að lesa KJV á eldgamalli ensku, ég er líka með NT á hebresku, nýja testamenti Odds, ísl þýð frá 1863 og 1981. Einnig er ég með forrit í tölvunni sem gerir mér kleift að kryfja hvert vers fyrir sig. Síðan tek ég allt sem ég les og ber það saman við Torah, sem er á hebresku. Eins og ég kom inná er nauðsynlegt að hafa skilning á hebresku til að geta skilið biblíuna. Margt sem tapast við þýðingu, eins og td. aleph tav sem er innan um ýmsar ritningar í Torah

Láttu vaða með spádóminn, við skulum sjá hvort það er hægt að kryfja hann og finna útúr þessu :)

Sb. við algóðan Guð, hvar stendur það í ritningunum? Skilgreindu nánar fyrir mig algóður Guð... ef þú ert að meina að hann er góður við þá sem eru illir eða þá sem gjöra viðurstyggð í augum Guðs, þá er það ekki rétt. En ef þú ert að meina að hann er reiðubúinn að sýna miskunn, og því telst hann algóður, þá held ég að ég geti tekið undir.

Ertu viss um að Guð hafi skapað  plasmodium í þeim tilgangi að drepa milljónir manna árlega? Malarían hefði ekki komið ef að þau hefðu ekki syndgað í Aldingarðinum. Ef að fólkið væri ekki í uppreisn gegn Guð og myndi hlýða honum myndu þá ekki plágurnar hætta? (Deu 28:58-59. 2Ch 7:14)

Odie, trúir þú ekki því sem stendur í fornum ritum? Það eru til fullt af öðrum ritum sem tekið er mark á og það eru til fullt af fornleifaminjum sem sýna fram á sannleiksgildi biblíunnar. Það eru til fullt af vitnisburðum manna um allan heim, um allskyns kraftaverk... Trúir þú ekki að Abraham lincoln hafi verið til? Trúirðu að það hafi komið landnemar til íslands? Við hvað styðstu þegar þú lest þig til um það? Eru það  forn rit? Var Ceasar ekki til eða var hann kannski ekki konungur yfir rómarveldi? Ef þú ætlar að útiloka forn rit, þá þýðir ekki að útiloka bara biblíuna, það er svo margt annað sem þú verður að útiloka líka. Tékkaðu á http://www.carm.org/manuscript-evidence

Hólímóli, tja, þú mátt endilega rökstyðja þína afstöðu, spurning hvort þú eigir einhvað annað innlegg en "Harry potter, ósýnileg kind, demantur í buxnavasa" ... Mér sýnist meiri hlutinn hallast að Harry Potter, það virðist vera einhver sjarmur við töfrana  

Jón, semsagt, einfætta ósýnilega kindin í bílskúrnum þínum eru rökin fyrir atheism?

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 11:52

54 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Theódór, Það er alveg reynsla fyrir hönnuði utan hönnunarinnar. Ef þú vilt meina annað, sýndu mér þá fram á hvernig maður bjó til tölvuna og til þess máttu aðeins nota tölvupartana.

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 11:56

55 Smámynd: Odie

Mofi: Ég er ósammála, flestir vísindamenn eru sammála um að efni, tími og rúm varð til og fyrir þann tíma var ekkert til. Talað um singularity en enginn veit hvað það var eða neitt.
 

Þó að þú sért nú ósammála þá er það nú einu sinni þannig að þú hefur sjaldnast góðan skilning á vísindum.   Já Vísindamenn eru sammála um að efni tími og rúm hafi orðið til við stóra hvell.  Hins vegar eru þeir ekkert á því, að ekkert hafi verið til fyrir þann tíma.  Langt því frá. 

En ég skil þig svo vel.  Þetta gerðist fyrir mikið meira en 10.000 árum síðan.  Þannig að eðlilega ertu ósammála.  

Odie, 17.8.2010 kl. 11:57

56 Smámynd: Odie

Alexander; Odie, trúir þú ekki því sem stendur í fornum ritum? Það eru til fullt af öðrum ritum sem tekið er mark á og það eru til fullt af fornleifaminjum sem sýna fram á sannleiksgildi biblíunnar. Það eru til fullt af vitnisburðum manna um allan heim, um allskyns kraftaverk... Trúir þú ekki að Abraham lincoln hafi verið til? Trúirðu að það hafi komið landnemar til íslands? Við hvað styðstu þegar þú lest þig til um það? Eru það forn rit? Var Ceasar ekki til eða var hann kannski ekki konungur yfir rómarveldi? Ef þú ætlar að útiloka forn rit, þá þýðir ekki að útiloka bara biblíuna, það er svo margt annað sem þú verður að útiloka líka. Tékkaðu á http://www.carm.org/manuscript-evidence

Það er full ástæða til að taka mörgu af því sem stendur ritað með fyrirvara.  Hins vegar er mikill munur á trúarritum og sagnritun.  Sagnaritun er oft rituð af samtíma mönnum, fleiri en einum  og þeir geta staðsett atburði og staði sem við meira að segja getum en þá í dag staðfest.  Það sjást en minjar eftir bardaga eða borgir frá þessum tímum og meira að segja eru oft líkamsleifar viðkomandi en til. 

Biblían er hins vegar allt annars eðlis.  Það vantar t.d. sagnfræði sem styður sögurnar.  Það þýðir samt ekki að allt sem í henni standi sé hreinn uppspuni langt frá því.  En þeir hlutir sem eiga sýna guðdóminn hafa engar sannanir og þegar allt kemur til alls þá er það sem skiptir máli. 

P.s. Ekki gleyma Harry Potter. 

Odie, 17.8.2010 kl. 12:12

57 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Odie, Það er nóg af gögnum sem biblían kemur fram með, bíblían staðsetur atburði og staði sem við getum ennþá í dag komið á og skoðað. Harry Potter kemur ekki með nein svoleiðis gögn sem ég get skoðað og séð að séu rétt. Það er ekki hægt að líkja sannleiksgildi Harry Potter við biblíuna. Það eru til fullt af minjum eftir bardaga, borgir o.fl sem hefur fundist, sem talað er um í biblíunni.

Hefurðu lesið biblíuna á hebresku eða hefurðu kafað djúpt í hvernig Torah er kennd á hebresku, eða skoðað/farið á staði sem biblían talar um? Hefurðu skoðað alla spekina og vísindalegu uppgötvanirnar sem kenndar eru í biblíunni sem voru langt á undan öðrum vísindauppgötvunum? Finnst þér ekki skrýtið að biblían, svona fornt rit geti staðist 100%? Að lokum vil ég benda á, andlegir hlutir dæmast á andlegann hátt. Þú ferð ekki með bílinn þinn til dýralæknis eða hundinn á bílaverkstæði. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru ekki allir hlutir sannaðir á sama hátt. Ég get sýnt þér kappakstursbíl og alla íhlutina í honum, við getum vigtað, mælt og efnagreint alla partana en þú færð ekki reynsluna af því hvernig er að keyra nema þú setjist uppí og akir af stað.

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 12:36

58 Smámynd: Odie

Alexander, vandamálið er að ekkert af því sem þú telur upp eru sönnunargögn fyrir guðlega veru.  lestu aftur svarið þitt um Harry Potter.  Engar minjar um strákinn.  Og alveg nákvæmlega eins eru engar minjar um guðinn þinn.  

Andleg upplifun einstaklings er einkaupplifun sem hefur ekkert gildi við að sanna tilvist guðlegrar veru.  Það má vel spyrja spurningar um geðheilsu viðkomandi.  

Biblían er ekkert vísindarit.  Það má t.d. túlka hana þannig að jörðin sé flöt.  Enda barðist trúarsamfélagið hatramlega gegn því guðlasti að jörðin væri hnöttur og færi í kringum sólina.   

Odie, 17.8.2010 kl. 12:45

59 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sæll aftur Alexander.

Hjalti, Þeir mæla þetta ekki svo nákvæmt... og það er hægt að fá hvað svo sem maður vill út úr aldursgreiningum. Eins og td, þeir ákveða hvað aðferð þeir nota til að mæla jarðveginn eftir því í hvaða jarðlagi hann er.

Ég er nú nokkuð viss um að þú getur fengið hvað sem þú vilt út úr aldursgreiningu og vissulega duga ekki allar aldursgreiningar alls staðar. En frábært dæmi er aldursgreining á loftsteinum, þar er stundum notaðar tvær eða fleiri sitthvorar aðferðirnar sem gefa síðan mjög svipaða niðurstöðu. Hérna er flott tafla sem sýnir þetta.

Láttu vaða með spádóminn, við skulum sjá hvort það er hægt að kryfja hann og finna útúr þessu :)

Allt í lagi! Fyrir þrem árum skrifaði ég stutta grein þar sem ég skrifa um fimm spádóma í fæðingarfrásögn Matteusar. Viltu ekki lesa hana yfir og verja spádómana? Sumir þarna tengjast hebresku þannig að þú ættir að hafa áhuga á því, t.d. þessi um Míka 5.2, "Hvað með Betlehem?" finnst mér sérstaklega skemmtilegur. 

Sb. við algóðan Guð, hvar stendur það í ritningunum? Skilgreindu nánar fyrir mig algóður Guð... ef þú ert að meina að hann er góður við þá sem eru illir eða þá sem gjöra viðurstyggð í augum Guðs, þá er það ekki rétt. En ef þú ert að meina að hann er reiðubúinn að sýna miskunn, og því telst hann algóður, þá held ég að ég geti tekið undir.

Ég held að "algóður" standi ekki í biblíunni, en er ekki "guð er kærleikur" (1Jóh 4.8) nóg? Ég held að við þurfum ekki að fara djúpt í skilgreiningu á "algóður", við hljótum að geta sammælst um það að það er t.d. ekki kærleiksríkt að kvelja fólk. 

Ertu viss um að Guð hafi skapað plasmodium í þeim tilgangi að drepa milljónir manna árlega? Malarían hefði ekki komið ef að þau hefðu ekki syndgað í Aldingarðinum. Ef að fólkið væri ekki í uppreisn gegn Guð og myndi hlýða honum myndu þá ekki plágurnar hætta? (Deu 28:58-59. 2Ch 7:14)

Malaríu-sníkjudýrið virðist vera sérstaklega "hannað" til þess að lifa á mönnum og moskítóflugum. Og sjúkdómar voru til áður en mannfólk varð til, þannig að þú getur varla kennt manninum um þetta.

Smá athugasemdir við það sem þú ert að ræða við Odie:

Tékkaðu á http://www.carm.org/manuscript-evidence 

Þetta er alveg satt og rétt svo langt sem það nær. En maður verður að greina á milli þess að rit sé áreiðanlegt í tveimur merkingum:

1. Vitum við hvað stóð upphaflega í ritinu.

2. Gerðust þeir hlutir sem að ritið segir frá.

Það sem þú vísar á talar um 1. en sama hversu vissir við getum verið um það sem stóð upphaflega í riti, þá segir það okkur ekki að það hafi gerst. Við getum haft milljón eintök af Séð og Heyrt en við ættum samt ekki endilega að trúa því sem stendur í því ;) 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 13:01

60 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sönnunarbyrðin er áfram sú heita kartafla sem hver fyrir sig reynir að koma í hendurnar á hinum.

En þar sem það hafa yfirleitt verið trúleysingjar sem heimta sönnun frá trúuðum á tilvist Guðs, er alveg sjálfsagt mál að beina sönnunarbyrðinni yfir á fyrri hópinn.

Við skulum aðeins umorða spurninguna, þannig að hún verði ekki sönnun á neitun. Í stað þess að biðja um sönnun á fullyrðingunni "Ég trúi að Guð sé ekki til (eða ég trúi ekki að Guð sé til) vegna þess að..." skulum við biðja um sönnun á því sem leiðir af þeirri afstöðu.

Viðkvæði trúleysingjann gegn tilvist skapara er oftast að engin vísindaleg sönnun hafi verið sett fram fyrir tilvist hans.

Bíðum nú við, sá sem gengur út frá því að Guð (*) sé ekki til, er að gefa sér að veröldin hafi orðið til af sjálfri sér án utanaðkomandi aðstoðar.

Því spyr ég:

Getið þið sannað vísindalega að veröldin hafi orðið til af engu?

* Þegar ég tala um Guð er ég að tala um einn Guð. Það geta ekki verið til margir guðir, því þá er enginn einn þeirra alvaldur og almáttugur. Margir guðir þýða samráð á milli guðanna.

Og varðandi sönnun þess að Alexander hafi ekki myrt Geirfinn, ætti það að vera auðvelt. Var Alexander fæddur þegar Geirfinnur var myrtur (1974?)

Að lokum: Ekki reyna að velta af ykkur sönnunarbyrðinni með því að spyrja Hver skapaði skaparann?

Theódór Norðkvist, 17.8.2010 kl. 13:44

61 Smámynd: Odie

Theódór, ef þú læsir nú þráðinn sá sæir þú að þessu sem þú spyrð um hefur þegar verið svarað.  Hvernig sannar maður að það sé ekki teketill á flugi umhverfis Júpiters sem er skapari alheimsins  eða að Harry Potter sé ekki til.

Það þarf heldur ekki að sanna að veröldina hafi orðið til af engu því alheimurinn (efnið/grunnurinn) getur hafa verið til um alla tíð.  

Hann getur vel hafa myrt Geirfinn.  Hann gæti hafa verið myrtur í fyrra, hins vegar hvarf hann 1974.

Odie, 17.8.2010 kl. 14:12

62 Smámynd: helgason

Trúleysi er sjálfgefin (og innihaldslaus) afstaða, það þarf ekki að færa nein sönnunargögn fyrir henni. Eða vitið þið um einhvern sem hefur ekki fæðst trúlaus?

helgason, 17.8.2010 kl. 14:53

63 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég get fallist á að trúleysi sé innihaldslaus afstaða af svari Odie að dæma.

Theódór Norðkvist, 17.8.2010 kl. 16:15

64 Smámynd: Theódór Norðkvist

Odie, lestu spurninguna. Ég var ekki að biðja ykkur um að sanna að Guð sé ekki til. Ég var að biðja þig um að sanna að veröldin hefði orðið til úr engu. Mætti halda að maður væri að tala við ljósastaura.

En ef þú heldur því fram að efnið hafi alltaf verið til sannaðu það. Þá skal ég leysa þig undan fyrri spurningunni (sem þú getur greinilega ekki svarað.)

Theódór Norðkvist, 17.8.2010 kl. 16:18

65 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég var að biðja þig um að sanna að veröldin hefði orðið til úr engu.

Þegar ég geri það fæ ég þá hrós frá þér á eftir eða á undan Nóbelnum? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 16:24

66 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Odie, Ég tel geðheilsu mína vera í góðu lagi, og ég stórefa það að allir trúaðir séu geðveikir. Trúarsamfélagið þarf ekkert að hafa rétt fyrir sér og vera að gjöra vilja Guðs, ef þú lest í ritningunum þá sérðu oft uppreisn þeirra gegn Guði. Fólk gerir allskonar vitlausa hluti. Eins og ég hef áður sagt, andlegir hlutir dæmast á andlegann hátt. (1Kor. 2:14-16). Kannski þú ættir að prófa að leita Guðs í einlægni og af kostgæfni, iðrast synda þinna og það er aldrei að vita nema hann opinberist þér og aðrir geti farið að efast um geðheilsu þína

 Það eru ýmsar uppgötvanir taldar fram í biblíunni sem voru langt á undan vísindum, og ef Guð gaf ekki þá vitneskju, hvaðan kom hún þá?

Ég get nefnt til dæmis Jes 40:22 - Jörðin er hringlótt - Hún var talin vera flöt lengi vel.

Job 26:7 - Hengir jörðina á ekkert - Margir hafa haldið því fram að jörðin væri á baki skjaldböku o.fl

Lev 15:13 - Þegar sjúkdómar eru annarsvegar, nota rennandi vatn - Lengi vel var það ekki gert og margir dóu útaf því

- Það er mikil viska í ritningunum get ég sagt þér

Hjalti, Já lofsteinarnir góðu, en hvaðan komu þeir og úr hvaða aðstæðum?

Guð er meira en kærleikur, hann er líka réttlátur. Ef að við sýnum ranglæti eða illsku, þá kemur það okkur sjálfum í koll (Psa 7:10-17). Það getur verið kærleiksríkt að kvelja fólk það fer eftir því hvað þú kallar kvöl. Ef þér finnst agalegt það sem kemur fyrir þig núna á jörðinni, þá held ég að þú hafir ekki skilning á helvíti. Þar eru alvöru kvalir en Guð vill ekki að neinn glatist en vissulega er orsök og afleiðing. Ef við værum enn í aldingarðinum þá væru ekki þessir sjúkdómar og kvalir sem eru í dag, þetta er vegna syndarinnar. Ég býst við að vísindalega svarið þitt varðandi malaríu-sníkjudýrið sé tengt þróun lífvera. En geturðu sýnt fram á í biblíunni að sjúkdómarnir hafi verið til á undan mönnum í þeim tilgangi að drepa þá, þó að þeir myndu hlýða Guði?

Hvað þarf til að sýna fram á #2, að hlutirnir hafi gerst? Dugar ekki fornminjar og lýsingar á svæðum o.fl? Er ekki nóg að sagan bakki það upp til að við sjáum að það hafi gerst?

Sb. við spádómana, ég svara þeim á eftir, ætla skoða þetta betur.

Helgi, hvaða rök hefurðu fyrir þinni afstöðu að fólk fæðist trúlaust? Hefurðu mælt það?

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 16:39

67 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hjalti minn, það eru örugglega fjöldi manns úr Nóbel-nefndinni sem lesa þessar merkilegu umræður, þannig að ég get ekki lofað því að hrósið mitt komi á undan Nóbels-verðlaununum.

Hinsvegar skal ég hrósa þér um leið og ég get. Að vísu reikna ég með að Nóbelnefndin þurfi að funda fyrst áður en verðlaunin verða veitt þannig að líklega kem ég til að geta hrósað þér á undan.

Þú telur sem sagt vera það erfitt að sanna að efni hafi orðið til úr engu, að sá sem afrekar það eigi Nóbelinn vísan. Heldurðu að það sé auðveldara að sanna að Guð sé til?

Theódór Norðkvist, 17.8.2010 kl. 16:47

68 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég get nefnt til dæmis Jes 40:22 - Jörðin er hringlótt - Hún var talin vera flöt lengi vel.

Alexander, þarna er talað um að jörðin sé kringla. Kringlur eru flatar ;) 

Hjalti, Já lofsteinarnir góðu, en hvaðan komu þeir og úr hvaða aðstæðum?

Hvaða aðstæður sem það eru, þá er það staðreynd að nokkrar mismunandi aldursgreiningar gefa sömu niðurstöðuna. 

Það getur verið kærleiksríkt að kvelja fólk

Við höfum greinilega mismunandi skilning á kærleika. Mér finnst ekkert kærleiksríkt við það að drepa milljón börn með ógeðslegum sjúkdómi. Og mér finnst heldur ekkert kærleiksríkt við það að kvelja fólk í helvíti.

En geturðu sýnt fram á í biblíunni að sjúkdómarnir hafi verið til á undan mönnum í þeim tilgangi að drepa þá, þó að þeir myndu hlýða Guði? 

Nei, ég þarf ekki að sýna fram á að það sé í biblíunni. Við getum séð það í alvörunni.

Hvað þarf til að sýna fram á #2, að hlutirnir hafi gerst? Dugar ekki fornminjar og lýsingar á svæðum o.fl? Er ekki nóg að sagan bakki það upp til að við sjáum að það hafi gerst?

Ef við höfum fornminjar sem staðfesta atburðina, þá gerðust þeir auðvitað ekki. Það er einmitt gallinn við biblíuna, margt þar gengur í berhöggi við það sem við fornminjar, til dæmis innrásin í Kanaan.

Sb. við spádómana, ég svara þeim á eftir, ætla skoða þetta betur.

Frábært, hlakka til! 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 17:04

69 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú telur sem sagt vera það erfitt að sanna að efni hafi orðið til úr engu, að sá sem afrekar það eigi Nóbelinn vísan. Heldurðu að það sé auðveldara að sanna að Guð sé til?

Theódór, þannig að niðurstaðan er sú að við vitum ekki hvort eða hvernig heimurinn varð til? Og að hvorugur okkar mun fá Nóbel?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 17:06

70 identicon

Alexander: "Hólímóli, tja, þú mátt endilega rökstyðja þína afstöðu, spurning hvort þú eigir eitthvað annað innlegg en 'Harry Potter, ósýnileg kind, demantur í buxnavasa'".

Nei, Alexander, mín orð um að þessi umræða sé yfirmáta heimskuleg byggist ekki á neinu slíku. Hún byggist á því að hér eru tvö lið að heimta á víxl sannanir fyrir hlutum sem eru ósannanlegir fyrir þeim sem hefur ekki sömu afstöðuna til þeirra og þau sjálf

Ímyndum okkur bolta í miðju herbergi. Annar helmingur boltans er rauður en hinn helmingurinn blár. Liðin sem deila sjá sinn litinn hvort. Deiluefnið er: Hvort er boltinn rauður eða blár? Bæði liðin hafna þeim möguleika að hitt liðið geti haft rétt fyrir sér. Hvorugt liðið getur sannað fyrir hinu hvaða litur er á boltanum því til að sjá hið sanna þarf afstæði liðanna að breytast. Og það er ekki að fara að gerast.

Þess vegna er umræðan heimskuleg. Bæði lið hafa í raun bæði rétt og rangt fyrir sér en vegna þröngsýni sinnar vill hvorugt liðið viðurkenna það. Þess vegna er deilan óleysanleg, ekki vegna þess að á henni sé ekki að finna lausn, heldur vegna þess að hvorugt liðið vill breyta afstöðu sinni á nokkurn hátt.

Sannleikur málsins er: Boltinn er BÆÐI blár og rauður, allt eftir því hvaðan þú sérð hann = Guð er til og Guð er ekki til, allt eftir því hvort þú hafir upplifað að sjá hann eða ekki.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:20

71 identicon

Ég má til með að geta þess til að forðast misskilning að ég upplifi Guð og sé hann skýrt og greinilega á hverjum einasta degi, hvenær sem ég kýs. Ég þarf ekki að sanna það fyrir þér, Alexander, en hvernig á ég að fara að því að sanna það fyrir Hjalta og co nema fá þá til að breyta um afstöðu?

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:26

72 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Hólímólí, Ég held í vonina að einhver týndur sauður þvælist hér inná og sjái ljósið. Þó það væri ekki nema einn, þá er sigur unninn

 Hjalti, Jes 40:22 - chûg (H2329) = circle... taktu hringinn upp og snúðu honum í nokkra hringi, athugaðu hvort þú sjáir ekki hnött úr því



Hvaða mismunandi aldursgreiningar nota þeir fyrir lofsteinana?



Orsök og afleiðing, þú getur sýnt barni kærleika, en ef það ákveður að hoppa fram af byggingu, þá mun það slasa sig.



Hvar getum við séð að sjúkdómarnir voru á undan mönnum? Ætlarðu að styðjast við þróunarkenninguna?



"Ef við höfum fornminjar sem staðfesta atburðina, þá gerðust þeir auðvitað ekki. Það er einmitt gallinn við biblíuna, margt þar gengur í berhöggi við það sem við fornminjar, til dæmis innrásin í Kanaan. " Ha?

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 18:18

73 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Hjalti,

Fyrst langar mig að hrósa þér fyrir að eyða svona tíma í að lesa ritninguna. En þegar verið er að lesa spádóma þá er ekki hægt að ætla að skilja þá nema að þekkja táknin, merkingar bakvið nöfnin, hvað er verið að vísa í (td. afhverju Jakob og svo Ísrael). Biblían er svo hlaðin af upplýsingum og visku að það er hægt að tala lengi um hverja setningu fyrir sig. Við þurfum að lesa hebreskuna og sjá hvað stendur þar og hvernig textinn er uppsettur, hvort það sé einhvað í textanum sem gefur einhvað til kynna. Ég veit ekki hversu mikinn skilning þú hefur á biblíunni, en hún er skrifuð í mörgum lögum. Hún er ekki eins og hver önnur sögubók sem þú bara lest einn, í gegn um hana án hjálpar(Jóh14:26) og áttar þig á hlutunum. Einnig þessir kaflar og vers, eru einhvað sem mennirnir bættu við inn í biblíuna, til að geta fundið auðveldara það sem þeir voru að leita að. Til að fá sem bestann skilning ætti að lesa hvert bréf í heild sinni en ekki bútum og byrja á 1. Mós og enda á opinberunarbókinni.



Fyrir hvern er Immanúel?

Þetta er saga, og það sem gerist á tímum Akas konungs, eins og þú talar um. En þetta er einnig spádómur um framtíðina. Hebresk hugsun er ekki svona lína fram í tímann eins og hjá okkur. Heldur er hún hringur, hlutirnir endurtaka sig. Það er hægt að sjá það þegar Torah er lesið, það er þessi hringhugsun



Jes 7:14 - Immanuel, er tákn uppá Jesú og fæðingu hans, (Mt. 1:22-23)

Jes 8:3 -Mahershalalhashbaz, (H4122) - Er skuggamynd uppá Jesú.



Þarna sérðu spádóm um Immanuel, Mahershalalhashbaz fæðist, en svo er beðið eftir uppfyllingu spádómsins sem er á bakvið.



Ef þú lest áfram og í heild sinni þá sérðu heildarmyndina, ég tel bara upp nokkur vers, ekki allt. Eins og Jes 8:14 - þar er talað um hrösunarhelluna og ásteytingarsteininn, Jes 9:2 - Mikið ljós sem skín, Jes 9:6-7 - þarna halda lýsingar áfram á Jesú (Immanúel), Þegar þetta er allt lesið sést að verið er að tala um Jesú.



Oft í biblíunni er einhvað gert sem er skuggamynd uppá það sem á að koma. Eins og td. annað tákn uppá Jesú (2.Mós 12). Þó að einhvað sé framkvæmt og gert, þá er oft beðið eftir uppfyllingu spádómsins og merkingarinnar þar á bakvið



Ég er bara rétt að stikla hér á grunninum, það er hægt að fara svo rosalega djúpt í þetta, og það væri hægt að eyða fleiri dögum í að skoða þetta. Ég vona að þetta útskýrði einhvað fyrir þér.

 

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 18:18

74 Smámynd: Elísabet

Þetta er hlægilegur svarhali. Fullyrðingar svokallaðra atheista um tilvistarskort guðs eru afskaplega langsóttar og þarfnast meiri rökstuðnings en veittur hefur verið hingað til. Þá eru hugmyndir kristinna um heiminn að sama skapi fullkomnlega órökréttar. Ekkert áþreifanlegt í heiminum bendir til þess að þessar hlægilegu arabasögur standist og engin þeirra veiklulegu sála sem taka þessum ævintýrum sem sannleika virðist fær um að sýna fram á annað.

Auðvitað er til guð, það liggur bara í hlutarins eðli og þarf ekki að ræða sérstaklega hvað sem barnalegir atheistar segja. Þessi guð er þó augljóslega ekki sú skrípafígura sem gyðingar, kristnir og múslimar (og allt hitt draslið sem sótt hefur í þá sömu fölsku rót í gegnum aldirnar) krjúpa í duftið fyrir. Það er meira að segja til fleiri en einn guð. Æðstur þeirra er Óðinn, viska hans er meiri en nokkur mannlegur máttur mun nokkurntíman megna að skilja. Fyrir honum eru allir leyndardómar alheimsins eins og opin bók. Sú staðreynd er nægjanleg og augljós sönnun fyrir tilvist hans. Aðrir guðir á borð við Þór, Baldur, Freyju, Týr, Frigg o.s.frv. hafa markað jafn augljós og djúp spor í veröld okkar, það blasir bara við þegar maður meðtekur trúna. Um þetta er ritað í fornum ritum sem engin ástæða er til að draga í efa auk þess sem ég veit þetta af eigin reynslu. Þeir sem látið hafa blekkjast af fölskum fyrirheitum arabatrúarinnar hafa í mörg hundruð ár reynt að afneita tilvist hinna sönnu guða en sannleikurinn er þeim ósammála.

Elísabet, 17.8.2010 kl. 18:27

75 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sé að enginn ætlar að gera atlögu að Nóbelnum í ár. Nefndin getur þá hætt að liggja yfir þessu bloggi.

Theódór Norðkvist, 17.8.2010 kl. 19:42

76 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, Jes 40:22 - chûg (H2329) = circle... taktu hringinn upp og snúðu honum í nokkra hringi, athugaðu hvort þú sjáir ekki hnött úr því

En hringur er einmitt ekki hnöttur ;) Ef þú skoðar síðan versið þá er talað um að himininn sé eins og "tjald" á jörðinni. Þú tjaldar ekki á kúlum ;)

Hvaða mismunandi aldursgreiningar nota þeir fyrir lofsteinana?

Ef þú ýtir á hlekkinn sem ég setti inn, þá geturðu t.d. séð að loftsteinninn "Saint Severin" var aldursgreindur með Argon-Argon og tveimur öðrum sem ég hef ekki heyrt áður af (rúbidíum-strontíum og samarium-neodymium).

Hvar getum við séð að sjúkdómarnir voru á undan mönnum? Ætlarðu að styðjast við þróunarkenninguna?

Ég ætla að styðjast við vísindalegar staðreyndir. 

"Ef við höfum fornminjar sem staðfesta atburðina, þá gerðust þeir auðvitað ekki. Það er einmitt gallinn við biblíuna, margt þar gengur í berhöggi við það sem við fornminjar, til dæmis innrásin í Kanaan. " Ha?

Þarna var eitt "ekki" sem átti ekki að vera þarna, svona átti þetta að vera: Ef við höfum fornminjar sem staðfesta atburðina, þá gerðust þeir auðvitað. Og ef þú veist ekki hvað ég á við með innrásina, þá get ég bent þér á stutta og góða ritgerð um þetta á íslensku. Skal finna hana. 

Fyrst langar mig að hrósa þér fyrir að eyða svona tíma í að lesa ritninguna.

Takk fyrir það. 

En þetta [Jesaja 7.14] er einnig spádómur um framtíðina.

En það er engin ástæða til að halda það Alexander. Þegar þú lest samhengið, þá sérðu að þetta á að vera tákn fyrir þálifandi konung. Þetta getur ekki verið spádómur. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.8.2010 kl. 19:48

77 identicon

Er Nóbellinn sendur heim? Sé svo þá ætla ég að fá einn fyrir mitt innlegg enda reyndist það sannasta innleggið svo ég á verðlaunin fullkomlega skilin.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 19:54

78 identicon

Senda Hjalta lestrarverðlaun Æskunnar. Og ný lesgleraugu.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 19:56

79 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Það er verið að tala um að Guð komi og búi sér stað meðal okkar í himninum, tjaldbúð Guðs.

Ég kaupi þetta ekki með loftsteinana að þeir séu með rétta útkomu.

Fornminjar, td hlutir sem hafa fundist þar sem Ísraelslýður fór yfir sjóinn. Sódóma og Gómorrah, 96-98% hreint sulfur sem finnst þar.

Segðu mér hvenær Immanúel fæðist þarna? - Það eru dýpri merkingar í ritningunum, þetta er ekki bara saga, þetta er spádómur

Alexander Steinarsson Söebech, 17.8.2010 kl. 20:57

80 Smámynd: helgason

"Helgi, hvaða rök hefurðu fyrir þinni afstöðu að fólk fæðist trúlaust? Hefurðu mælt það?" - Alexander

Rökin mín eru að þetta er mín reynsla og þeirra sem ég þekki til. Svo varpaði ég þessari spurningu til ykkar, hvort þið hefðuð orðið annars vísir, ef ske kynni að þetta væri ekki almenn staðreynd.

Þarftu virkilega að fara niður á svona barnalegt plan? Ef ég segði að allir ættu móður og föður, þyrftiru sannanir þess efnis líka? Við getum jú aldrei verið 100% viss.

Það er ekki hægt að ræða hluti alvarlega ef það er snúið svona barnalega út úr.

helgason, 17.8.2010 kl. 23:29

81 Smámynd: Odie

Theódór :Odie, lestu spurninguna. Ég var ekki að biðja ykkur um að sanna að Guð sé ekki til. Ég var að biðja þig um að sanna að veröldin hefði orðið til úr engu. Mætti halda að maður væri að tala við ljósastaura.

Því ætti ég að sanna að veröldin hafi orðið til úr engu þegar það er ekki mín skoðun.  Ég get alveg sætt mig við þá skoðun að alheimurinn hafi alltaf verið til, þó að okkar rauntími og heimur hafi hafist við stórahvell.  Þetta mun ég ekki getað sannað enda veit ég ekki svarið.  

Hins vegar er til ansi skemmtileg fræði frá sjálfum Stephen Hawkings.  En hann hefur sýnt hvernig eindir geta orðið til úr engu.  Það væri nú áhugavert hvort að hans niðurstaða dugi þér ekki. http://en.wikipedia.org/wiki/Hawking_radiation.  Þetta er virkilega áhugavert og sýnir að hægt er að búa til eitthvað úr engu.  Þetta er kannski full fræðilegt en leitaðu þá að léttari lesningu um Black hole evaporation.

Odie, 17.8.2010 kl. 23:38

82 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Alexander: Er sumsé búið að finna Sódómu og Gómorru? Hvar eru þær, nákvæmlega, og hvaða gögn hefurðu sem styðja það?

Enn merkilegra þykir mér að heyra að menn hafi fundið nákvæma gönguleið Móse og félaga í gegnum...tja, hvaða haf sem það var nú. Hvað fundu þeir? Steingerð fótspor? Dagsettan reikning fyrir sandalaviðgerðum, stílaðan á Móse sjálfan? Endilega bentu mér á ítarefni um þessar merku fornleifauppgötvanir. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.8.2010 kl. 23:48

83 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þennan tengil, kíki á Wikipedia-tengilinn við tækifæri.

Athyglivert en sé strax stóran galla á þeirri röksemdarfærslu þinni að þetta sýni að eindir verði til úr engu:

Í greininni segir:

Hawking radiation (also known as Bekenstein-Hawking radiation) is a thermal radiation with a black body spectrum predicted to be emitted by black holes due to quantum effects.

Orðið predicted hef ég sjálfur skáletrað og litað rautt (ef það skilar sér í athugasemdinni.) Það merkir spáð eða giskað á. Það er ekki sami hluturinn og að sanna.

Auk þess kemur fram að svarthol framkalli þessar eindir. Svarthol er meira en ekkert, eða hvað? Fram kemur í greininni að svarthol hafi massa. Ekkert getur ekki haft massa.

Theódór Norðkvist, 18.8.2010 kl. 00:14

84 identicon

Þessi spurning lýsir kanski vanþekkingu á afstöðu flestra trúleysingja, kanski ekki þeirra hávaðasömustu sem vilja bara rífast, heldur þeirra sem eru einfaldlega bara trúlausir. En kanski varpi smá ljósi á málið.

Svar mitt við spurningunni myndi hljóða svona.

Ég þarf þess ekki. Sjáðu til. Ég trúi ekki á trúleysi, ég hinsvegar trúi ekki á tilvist guðs. Alveg á sama hátt og ég trúi ekki á tilvist annarra ósannaðra hluta. Trúleysi er skortur á trú. Ef þú myndir spyrja mig hvort ég væri sannfærður um að guð væri ekki mögulega undir neinum kringumstæðum til myndi ég ypta öxlum og segja að mér væri nokk sama, þetta er spurning sem ekki er hægt að svara því til þess að svara henni þyrftum við að vita allt. Ef þú myndir spyrja mig hvort ég væri sannfærður um að hann væri til myndi ég svara neitandi, ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að hann til. Ef þú myndir hinsvegar spyrja mig hvort hann væri til myndi ég svara neitandi, alveg á sama hátt og ef ég yrði spurður um allt annað sem fólki hefur dottið í hug án þess að geta sannað, allt frá spaghettískrímslum til einhyrninga.

Predikari (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 01:23

85 Smámynd: Odie

Theódór, ef þú veist eitthvað um svarthol þá veistu að þegar eitthvað dettur inn fyrir sjóndeildarhring svarhols þá kemur ekkert þaðan út aftur.  Ekki einu sinni ljós !  hvernig ætti þá svarthol að skila frá sér eindum ?

Þar sem við höfum nú ekki heimsótt svarthol þá taka menn nú ekki sterkar til orða.  Hins vegar þá hefur þessi geislun verið mæld, sem bendir sterklega til að tilgátan sé sönn. 

Odie, 18.8.2010 kl. 08:41

86 Smámynd: Mofi

Ari, eru sem sagt rökin fyrir þinni afstöðu að þér finnst rökin sem kristnir hafa fram að færa ekki nógu sannfærandi? 

Mofi, 18.8.2010 kl. 09:30

87 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Naunaunau, Mofi skildi þetta loksins!!! Já, rökin fyrir afstöðu trúleysingja er einmitt sú að rök trúaðra fyrir tilvist guðsins þeirra er ekki bara ekki sannfærandi, þær eru gjörsamlega út í hött. Það er það eina sem trúleysi er, ekkert annað en falleinkunn á ykkar tilraunum til að sýna fram á tilvist skaparans ykkar. Ekkert sem þið hafið haft fram að færa til að reyna að sanna tilvist hans hefur komist nálægt eðlilegri sönnunarbyrði eða almennri skynsemi.

Einu röksemdarfærslurnar sem við heyrum eru "mér finnst það", "ég finn fyrir honum í hjarta mínu", einhver fáránleg afleiðurök um að hann hljóti að vera til af því að þið skiljið ekki heiminn eða eruð ekki tilbúinn að telja það líklegt að "vitsmunavélar geti orðið til úr einfaldari ferlum", af hverju ekki? afhverju geta ekki vitsmunavélar orðið til úr einföldum ferlum?  Þetta eru bara rök sem enginn, trúaður né ótrúaður, myndi nokkurntímann nota nema í þessu samhengi, aldrei mynduð þið nota svona rök í daglegu lífi utan trúmála, aaaaldrei.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.8.2010 kl. 09:49

88 Smámynd: Mofi

Sigurður
"vitsmunavélar geti orðið til úr einfaldari ferlum", af hverju ekki? afhverju geta ekki vitsmunavélar orðið til úr einföldum ferlum?  Þetta eru bara rök sem enginn, trúaður né ótrúaður, myndi nokkurntímann nota nema í þessu samhengi, aldrei mynduð þið nota svona rök í daglegu lífi utan trúmála, aaaaldrei. 

Auðvitað myndum við nota svona rök á öllum sviðum lífs. Ef við finndum tölvubúnað á fjarlægri plánetu, myndum við ekki álykta að einhverjar vitsmuna verur bjuggu tölvubúnaðinn til?  Höfum við einhvern tíman séð ferla sem hafa enga vitsmuni, setja saman vitsmunavélar eða bara einhverjar vélar?

Sigurður, svakalega finnst mín afstaða þægilegri.  Ég trúi á Guð vegna t.d. þessara ástæðna:

Í rauninni margt fleira en þetta eru nokkur dæmi.  Svo, það sem guðleysingjarnir hafa fram að færa er "þetta er ekki nógu gott".  Allt í lagi en svakalega finnst mér eins og þröskuldurinn er hár hjá þeim. Mér finnst í rauninni eins og hérna er spurning um vilja, guðleysingjar vilja ekki að Guð sé til; það er eina rökrétta útskýringin sem mér dettur í hug.

Mofi, 18.8.2010 kl. 10:43

89 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Helgi, Þið takið ekki við okkar rökum og sönnunum, þið viljið að allt sé sannað 100%. Sem hef ég reynt að benda á að það sé ekki gert, en þar sem þið viljið svona háa % í sönnun, þá bið ég ykkur um slíkt hið sama. En já ég get verið viss um að börn eiga bæði móðir og föður annars yrði ekki til líf. Hvernig veist þú að öll börn fæðist trúlaus?

Tinna, Leitaðu að Sodom & Gomorrah, Michael Rood fjallar um þetta málefni í kennslum sínum, það er hægt að fara á þessa staði og skoða. Ég bendi þér á að lesa í biblíunni og skoða svo staðsetninguna, hér er td. fjallað um Sodom & Gomorrahhttp://www.6000years.org/frame.php?page=sodom . Svo hafa fundist fornminjar þar sem þeir fóru yfir rauðahafið http://www.6000years.org/frame.php?page=red_sea_crossing

Þú getur svo athugað þetta efni nánar

Ari og Sigurður,  Við getum rökstutt okkar trú mjög vel, td, eins og Mofi benti svo vel á í svari 88. Enn sem komið er hef ég engin rök fengið fyrir ykkar afstöðu annað en "Við trúum því að Guð sé ekki til" ... Eins og ég hef áður bent á, þið byggið "trúleysi" ykkar á 100% trú. Þetta er bara eins og hver önnur trúarbrögð.

Alexander Steinarsson Söebech, 18.8.2010 kl. 11:32

90 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Ég vil samt taka það fram til að forðast misskilning, mín trú er ekki byggð á trúarBRÖGÐUM, hún er hin eina rétta trú :)

Alexander Steinarsson Söebech, 18.8.2010 kl. 12:04

91 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Við setjum þröskuldinn hátt já, en þið virðist setja þröskuldinn líka óborganlega lágt. Dáldið eins og fólkið sem telur tilvist drauga sönnuð af því að það þekkti einhvern sem sagðist hafa séð þá. Dæmin sem þú tekur um "sönnun" tilvist guðs þarna eru sum gjörsamlega óhæf til að sýna fram á skaparann, eins og til dæmis persónuleg reynsla, t.d var persónuleg reynsla milljóna að jörðin væri flöt, er hún það? Vitnisburður milljóna, þótt það væri trilljóna, vitnisburður höfunda biblíunnar, er það eitthvað grín? Sum atriðin eru betri eins og fínstillingin, en vandamálið þar er að það eru til allskonar aðrar skýringar, flestar líklegri, á fínstillingu náttúrulögmálanna. Ekkert af þessu kemst nálægt því að auka líkurnar á skapara.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.8.2010 kl. 12:13

92 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er verið að tala um að Guð komi og búi sér stað meðal okkar í himninum, tjaldbúð Guðs.

Himninum er líkt við tjald yfir jarðarkringlunni. Sú myndlíking gerir klárlega ráð fyrir flatri jörð.

Ég kaupi þetta ekki með loftsteinana að þeir séu með rétta útkomu.

Hvernig útskýrir þú (eða bara hvaða sköpunarsinni sem er, Mofi hefur t.d. ekki komið með svar) að þarna gefa þrjár mismunandi mælingaraðferðir sömu niðurstöðuna? 

Fornminjar, td hlutir sem hafa fundist þar sem Ísraelslýður fór yfir sjóinn. Sódóma og Gómorrah, 96-98% hreint sulfur sem finnst þar.

Alexander, síðurnar sem þú vísar á byggja á því sem þekktur svikahrappur, Ron Wyatt segist hafa fundið.

Segðu mér hvenær Immanúel fæðist þarna? - Það eru dýpri merkingar í ritningunum, þetta er ekki bara saga, þetta er spádómur

Þetta er vissulega spádómur, en þetta er spádómur fyrir konung sem var lifandi á þeim tíma! 

Spádómar í Biblíunni, eins og t.d. þessir:
Spádómurinn um borgina Týr

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar þú vísar á þennan spádóm Mofi 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2010 kl. 12:24

93 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Alexander, ertu nýr í þessari umræðu? hefur þú aldrei heyrt að það eru trúaðir sem þurfa að koma með sannanir fyrir tilvist þeirra fullyrðinga sem þeir leggja fram. Ef ég held því fram að þú sért morðingi, er það þín sönnunarbyrði að sanna að þú sért ekki morðingi, er það ekki mitt að leggja fram sannanir sem styðja fullyrðinguna? Er of mikið til ætlast að þú skiljir þetta áður en þú tjáir þig um trúmál á opinberum vetfangi. Við þurfum nákvæmlega ekkert að afsanna tilvist guðs, fullyrðingar um tilvist hans eru frá ykkur trúuðum komin og það er alveg á ykkar könnu að koma með einhver gögn sem styðja þessar fullyrðingar, annað en persónulega reynslu og guðhræðslu.

Skildu þetta, ef þú skilur ekkert annað í umræðunni, Trúleysingjar þurfa EKKI að afsanna tilvist guðs, tilvistaleysi hans er sjálfgefið þangað til annað kemur í ljós. Trúleysingjar þurfa ekki að leggja fram nein gögn sem afsanna tilvist guðsins þíns frekar en gögn sem afsanna tilvist jólasveinsins.

Þetta verður þú að skilja og samþykkja áður en lengra er haldið.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.8.2010 kl. 12:27

94 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Hjalti,

"Himninum er líkt við tjald yfir jarðarkringlunni. Sú myndlíking gerir klárlega ráð fyrir flatri jörð."

Hebreska orðið o'-hel á við um ábreiðu,dvalarstað, heimili, tjaldbúð, tjald

Hebreska orðið doke á við um einhvað eins og þunnt klæði, fortjald, hula, dylja

Himininn er allt í kringum jörðina, hebresku orðin sem eru notuð þarna, eiga við um tjaldbúð Guðs. Hann umvefur allt, gjörir himininn að dvalarstað sínum.

 Hvernig útskýrir þú (eða bara hvaða sköpunarsinni sem er, Mofi hefur t.d. ekki komið með svar) að þarna gefa þrjár mismunandi mælingaraðferðir sömu niðurstöðuna?

Það er hægt að fá það sem þú vilt útúr þessum efnagreiningum, við vitum báðir að þær eru ekki nákvæmar. Fengu þeir þetta út í fyrstu mælingu eða þurftu þeir að mæla oft? Voru sömu mennirnir sem tóku allar þessar 3 mælingar? Mældu þeir seinni tvær mælingarnar vitandi hvaða útkomu þeir þurftu að fá?

Alexander, síðurnar sem þú vísar á byggja á því sem þekktur svikahrappur, Ron Wyatt segist hafa fundið.

Það er hægt að lesa sig til um staðsetningu Sodom & Gomorrah í biblíunni og kaupa sér flugmiða erlendis og fara á þessa staði ef það er ekki trúað að þeir séu þarna.

Þetta er vissulega spádómur, en þetta er spádómur fyrir konung sem var lifandi á þeim tíma!

 Þú svaraðir ekki spurningunni minni, hvenær fæddist Immanúel, táknið sem Guð gaf niðjum Davíðs?

Sigurður, Nýr og ekki nýr, þessi umræða hefur verið í gangi í mörg þúsund ár, það fer eftir því hvað þú kallar nýr. Ég tel vera nóg af sönnunum fyrir tilvist Guðs, þið neitið að taka við þeim sönnunum þó að þið sættið ykkur við minni sannanir í öðrum málefnum, þar sem að ég tel nægar sannanir vera fyrir mínu máli. Þá tel ég það sannað þar til annað kemur í ljós. Sönnunarbyrgðin er þín megin.

Alexander Steinarsson Söebech, 18.8.2010 kl. 12:53

95 Smámynd: Theódór Norðkvist

Odie, þetta sem þú ert að segja stangast á við greinina sem þú vitnaðir til. Þar segir:

Because Hawking radiation allows black holes to lose mass, black holes that lose more matter than they gain through other means are expected to dissipate, shrink, and ultimately vanish. Smaller micro black holes (MBHs) are predicted to be larger net emitters of radiation than larger black holes; thus, they tend to shrink and dissipate faster.

Hvernig geta svarthol tapað efni nema þau hafi eða innihaldi efni til að tapa?

Hvernig geturðu fullyrt að ekkert komi út úr svartholi þegar greinin sem þú vitnar segir berum orðum að svarthol missi frá sér efni? Trúirðu kannski ekki greininni sem þú byggir rökstuðning þinn á sjálfur?

Og hvernig getur geislunin orðið til úr engu ef hún verður til þess að massi svartholsins minnkar?

Theódór Norðkvist, 18.8.2010 kl. 13:02

96 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar þú vísar á þennan spádóm Mofi
Mér finnst hann alltaf jafn flottur :)

Mofi, 18.8.2010 kl. 13:03

97 identicon

það er ekkert að sanna......

Ég trúi ekki á guð.....Ég trúi ekki á spaggettí skrímslið........Ég trúi ekki á Creationisma......Ég trúi ekki á Harry Potter þótt ég hafi lesið helling um hann......Ég trúi ekki að Maradonna sé guð þótt það sé kirkja í Argentínu sem segir annað.... 

 Atheism er ekkert sem er sannað eða ekki.....það er bara eina rétta leiðin þegar allir útreikingingar eru teknir saman.

Allt bendir til þess að Guð sé til, en trúleysingjar virðast ekki geta notað almenna skynsemi og rökhugsun þegar kemur að þessu viðfangsefni, en það bendir allt á tilvist Guðs.

 Vá........Er þetta grín?

CrazyGuy (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 14:24

98 Smámynd: Odie

Theódór Norðkvist,  lestu nú aðeins meira um þetta þá gætir þú ef til vill skilið hvernig þetta gerist allt saman.

Stutta einfalda útgáfan er eftirfarandi (þar sem ég geri ekki ráð fyrir miklum lestri af þinni hálfu).  Við sjóndeildarhring svarthols myndast tvær eindir upp úr þurru fyrir einhverja skrýtna ástæðu.  Þetta gerist reyndar víst um allan alheiminn.  Það sem gerist er að önnur eindin er andefni.  þannig myndast á sama tíma + og - eind og staða alls er en núll.  Hins vegar þá dettur andeindin inn í svartholið og hin eindin sleppur burt (Geislunin sem mælist).  Andefnið lendi síðan á efnið í svartholinu og eyðir eind sem þar er.   Þannig lýtur út fyrir að svartholið sé að gufa upp, en það er bara myndlíking því ekkert efni getur í raun sloppið frá svartholi.  

Þannig er efni að verða til úr engu. 

Odie, 18.8.2010 kl. 14:25

99 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ron Wyatt var ekki einu sinni fornleifafræðingur, Alexander, heldur svæfingahjúkka. Meira að segja AIG taka ekki mark á honum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.8.2010 kl. 14:32

100 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Crazy Guy

"það er bara eina rétta leiðin þegar allir útreikingingar eru teknir saman."

Sýndu mér þessa útreikninga, ekki tala um Harry Potter og Spaghettískrímslið og segja að þetta sé djók hjá mér

 Tinna, ertu að segja mér að þessi staður sé ekki til og að það séu ekki vegsummerki um að eldi og brennistein hafi rignt þarna? 

Alexander Steinarsson Söebech, 18.8.2010 kl. 14:56

101 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég er að segja að við vitum það ekki, vegna þess að rústir Sódómu og Gómorru hafa ekki fundist svo vitað sé.

Ég er hins vegar nokkuð viss um að  Ron Wyatt fann aldrei borgirnar frekar en örkina hans Nóa eða gönguleið Móse. Hvers vegna hefurðu ákveðið að taka frekar mark á svæfingahjúkku en fornleifafræðingum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.8.2010 kl. 16:18

102 Smámynd: Mofi

Tinna, það hafa fleiri farið á þessa staði og metið hvað er þarna. Af  hverju þessir fordómar gagnvart einhverjum sem er menntaður sem svæfingarhjúkka?   Af hverju setur þú þetta síðan svona upp að það er Ron Wyatt á móti "fornleifafræðingum"?  Ertu með marga fornleifafræðinga sem eru ósammála þessu? 

Hérna getur þú horft á myndband sem fjallar um þennan fund, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=oG3QsisQrkc   Auðvitað er mjög erfitt að vera 100% viss um að þetta er rétt en ég sé ekki betur en þetta er mjög líklegt.

Mofi, 18.8.2010 kl. 16:46

103 Smámynd: Jón Ragnarsson

Stundum á maður að taka biblíusögurnar sem sannar sögur, orðrétt, en stundum eru þetta samlíkingar og dæmisögur. Get ég fengið lista yfir þetta einhvers staðar?

Jón Ragnarsson, 18.8.2010 kl. 16:50

104 Smámynd: Omnivore

Ég skil ekki hvað þessir trúleysingjar eru að rífa sig. Það er auðvitað engin möguleg leið fyrir fullt af brennistein að vera á ákveðnum stað nema guð hafi sent hann þangað til að eyðileggja borg. Borg sem þurfti að eyðileggja því allir þar voru með gay-pride allt árið og til þess að ein fjölskylda gæti sloppið svo þau gætu stundað sifjaspell. Sjáið þið þetta ekki?

Ég persónulega held að sódóma hafi verið í Ísrael og Gómorra þar sem krafla er núna þar er fullt af brennistein sem ég get ekki útskýrt á neinn annan hátt.

Það hlýtur líka að teljast augljóst að striðsvagnar sem eru á botni rauðahafsins hafi endað þar þegar egyptarnir voru að elta gyðingana en guð ákvað að drekkja þeim í staðinn. Ég skil ekki af hverju þið trúleysingjar farið alltaf fram á svona "vísindaleg" eða allavega líkleg svör við öllu. ;)

Omnivore, 18.8.2010 kl. 17:09

105 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Tinna, fyrir mér skiptir engu máli hvort Ron Wyatt hafi fundið þetta eða Jón Jónsson. Þetta hefur verið þarna síðan Guð lét eld og brennistein rigna yfir Sodom & Gomorrah.  hér sérðu mann tala um efnagreininguna og það sem skiptir máli er staðsetningin og hvernig staðurinn er. Michael Rood talar líka um þetta og tengir við biblíuna. 

Jón, Biblían er ekki eins og hver önnur bók, biblían er skrifuð í mörgum lögum og mikinn fróðleik að fá útúr sögunum. Hebresku kunnátta er æskileg til að geta lesið td. Torah. Sögurnar þar eru drekkhlaðnar af upplýsingum og skuggamyndum uppá það sem koma skal. Ef þú vilt ná fullkomnum skilning á henni þá geturðu leitað Guðs af einlægni og kostgæfni og hann gæti sýnt þér. 

Omnivore, Lestu 2.Pét 3

Alexander Steinarsson Söebech, 18.8.2010 kl. 17:55

106 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aftur úr Wikipedia-greininni:

Physical insight on the process may be gained by imagining that particle-antiparticle radiation is emitted from just beyond the event horizon. This radiation does not come directly from the black hole itself, but rather is a result of virtual particles being "boosted" by the black hole's gravitation into becoming real particles.

 Sé smellt á virtual particles (sýndaragnir) í textanum hér að ofan sést að þær hafa massa. Sýndaragnir eru því ekki "ekkert."

Þannig að Odie hefur engan veginn sýnt fram á að efni verði til úr engu.

Theódór Norðkvist, 18.8.2010 kl. 18:23

107 Smámynd: Theódór Norðkvist

Afsaka að tvær umræður séu í gangi.

Theódór Norðkvist, 18.8.2010 kl. 18:24

108 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Það er í góðu Theódór, vonandi kemurðu viti fyrir Odie

Alexander Steinarsson Söebech, 18.8.2010 kl. 18:27

109 identicon

Ég held að þú misskiljir trúleysi sem er mun víðara hugtak en þú virðist gera þér grein fyrir. En hver sá sem er ekki sannfærður um tilvist guðs(eða sambærilegra æðri máttarvalda) er trúlaus. Að hópa alla trúleysingja saman í þann hóp sem telur að það sé alfarið ómögulegt að guð sé á nokkurn hátt til er barnaskapur og einföldun.

Stór meirihluti fólks sem ég þekki trúir ekki á tilvist þess guðs sem talað er um í biblíunni, né nokkurs annars. Það fólk sér ekki ástæðu til þess frekar en að trúa á aðra guði eða hindurvitni. Ekkert af þessu fólk heldur því hinsvegar fram að það hafi einhvern yfirnáttúrulegan skilning á öllu sem til er, var eða mun vera og geti því fyrirhafnarlaust sagt að undir engum kringumstæðum sé guð til. Það er einfaldlega að hegða sér á sama hátt og með aðra hluti sem fólk heldur fram án nokkurra sannana, tekur ekki mark á því.

Enginn af þessum punktum sem Mofi kemur með í svari 88 er neins virði sem sönnun fyrir einu eða neinu og að taka staðhæfingum eins og "Guð er til" sem sönnum byggt á eingöngu huglægum gögnum en á sama tíma harðneita að samþykkja viðurkennd vísindi með bókstaflega heilu tonnin af hlutlægum gögnum sem hver sem er getur farið yfir.

Ekki það að ég sé að segja að tilvist vísinda afsanni guð, þvert á móti er hellingur af trúuðum vísindamönnum, þeir hinsvegar eyða ekki tíma sínum í vitleysu með því að vera hræddir við hluti eins og þróunarkenninguna, eins og hún sé einhver sönnun fyrir því að guð sé ekki og hafi aldrei verið til. Meira að segja páfinn samþykkti á sínum tíma þróunarkenninguna sem frábæra útskýringu á þeim fjölbreytileika sem finnst í náttúrunni.

En það er út fyrir efnið. Trúleysi byggist ekki á trú því trúleysi felur ekki í sér kröfu um einhvern algildan sannleik, einfaldlega neitun um að samþykkja staðhæfingar annarra án þess að krefjast þess að einhver önnur staðhæfing sé sett í staðinn. Þið hljótið að skilja hvað ég meina, sama tuggan verður gömul á endanum.

Predikari (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 20:44

110 identicon

Þú vilt sem sagt meina Ari að trúleysi SÉ í raun trú?

Hólímólí (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 21:57

111 Smámynd: Omnivore

Ég get ekki ímyndað mér hvaða undarlegu frerlar í huga Hólímólí varð þess valdandi að draga þessa ályktun.

Omnivore, 19.8.2010 kl. 00:23

112 Smámynd: Óli Jón

Alexander: Carl Sagan sagði: "Extraordinary claims require extraordinary evidence." Það á einkar vel við þegar rætt er um goðsögnina um Guð.

Óli Jón, 19.8.2010 kl. 01:09

113 identicon

Afsakið Alexander en ertu að segja að almenn skynsemi og rökhugsun segir að guð sé til?

Þú hlýtur að vera "troll"....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 08:47

114 Smámynd: Odie

   Theódór Norðkvist,  Þú ættir nú að lesa það sem þú sjálfur vitnar í. 

Physical insight on the process may be gained by imagining that particle-antiparticle radiation is emitted from just beyond the event horizon. This radiation does not come directly from the black hole itself, but rather is a result of virtual particles being "boosted" by the black hole's gravitation into becoming real particles 
 

Ég veit það er erfitt að skilja þetta.  En þarna er eitthvað að verða til úr engu eins og þú vitnar svo listilega vel í.  

En samkvæmt þessu er í raun eðlilegt að eitthvað verði til úr engu.  Það þarf að vísu ótrúlega mikla krafta til að framkvæma þetta, en þetta gerist samt á náttúrulegan máta sem má mæla.  Þannig að eins asnalegt og það er þá þarf það ekki að vera neitt óeðlilegt að eitthvað geti orðið þar sem ekkert var fyrir, en það er að gerast nægilega ört hjá svarholum þannig að hægt er að mæla það. 

Odie, 19.8.2010 kl. 09:06

115 Smámynd: Odie

Ahhh,  Ég skil að þú heldur að virtual particles hafi alla til verið þarna.  nei það er ekki rétta svarið.  Það sem gerist er það sem ég lýsti fyrir þér fyrst.

Tvær eindir myndast.  Ein eind og önnur andeind.  Já þær hafa massa, en þær eru andstæður + og - og summan þeirra er núll.  Svartholið togar síðan til sín andeindina og hin verður eftir.  

Ef svartholið hefði ekki togað í andeindina þá hefðu þessar tvær eindir hist aftur (gerist mjög hratt) og orðið aftur að engu.  

Þannig að það má líta á þær sem virtual enda er líftími þeirra vart mælanlegur.

Odie, 19.8.2010 kl. 09:13

116 Smámynd: Mofi

Odie
En samkvæmt þessu er í raun eðlilegt að eitthvað verði til úr engu.
Það þarf ótrúlega krafta til að framkvæma þetta og síðan verður þetta til úr engu... sérðu ekkert athugavert við þetta? LOL

Mofi, 19.8.2010 kl. 09:42

117 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Að sjálfsögðu er ekki hægt að sanna neitt slíkt. Það er hægt að spyrja á móti. Eru einhverjar sannanir fyrir tilvist Guðs eða vísindalegar skilgreiningar fyrir einhverju af þeim kraftaverkum sem lýst er í biblíunni. Dæmi um að ganga á vatni og fæða 5000 manns með brauði og fisk. Ég er ekki viss um að slíkt sé hægt.

Ég held að hver sem telur sig vera með hinn eina sannleik sé um leið að skjóta sig í fótinn.

Vísindamenn eru með alls konar tillögur af því hvernig alheimurinn varð til. Þeir gera sér fyllilega grein fyrir því það er mjög erfitt að slá einhverju föstu. Við getum eingöngu unnið út frá þeim gögnum sem við höfum á borðinu í dag. Ég hef heyrt mjög fræga alheimsfræðingar jafnvel ræða um hvort alheimurinn gæti hafa verið skapaður af einhverju(m). Möguleikarnir á því virðast vera minni en meiri.

Það eru alls konar tillögur af því hvernig alheimurinn varð til og eru það mjög flókin fræði að fara út í. Það sem kemur óneitanlega oft út hjá vísindamönnum er að það eru 10-11 víddir til og að alheimurinn okkar getur alls ekki verið sá eini sem til er það er algerlega útilokað.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 10:04

118 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Omnivore, Það kallast viska og er Guðs gjöf (Sálm. 51:8)

Óli, lestu þetta hér og svaraðu mér svo þessum spurningum sem komið er fram með þarna.

Crazy Guy,  Já almenn skynsemi segir mér það. Það er nóg af hlutum sem staðfesta mína trú, en ekkert á bakvið trú "trúleysingjanna". Segðu mér, þegar þú skoðar tölvuna þína, þú mátt aðeins nota íhlutina til að sýna fram á að það skapaði einhver tölvuna. Það er ekki hægt, en segir ekki almenn skynsemi og rökhugsun þér að það er einhver sem skapaði tölvuna?

Þorvaldur, Ertu að afmarka inn í ákveðinn ramma hvernig hægt er að sanna tilvist Guðs? Kraftaverk gerast, og þau gerast enn í dag. Fólk sem er dáið hefur lifnað við aftur, hvernig útskýra vísindin það?

það eru 10-11 víddir til og að alheimurinn okkar getur alls ekki verið sá eini sem til er það er algerlega útilokað. 

Hvernig veistu það?

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 12:09

119 Smámynd: Odie

Mofi, Þetta er nú ekki beint til þín enda gerði ég aldrei ráð fyrir að þú myndir nokkurn tíman skilja quantum physics.  Það er margt sem er erfitt að skilja þegar maður pælir í quantum physics.  Það sem gerir þetta engu að síður að veruleika er sú einfalda staðreynd að það má rannsaka þetta og allir sem það vilja geta staðfest niðurstöðurnar.

Odie, 19.8.2010 kl. 12:11

120 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Ari,

"Ekkert af þessu fólk heldur því hinsvegar fram að það hafi einhvern yfirnáttúrulegan skilning á öllu sem til er, var eða mun vera og geti því fyrirhafnarlaust sagt að undir engum kringumstæðum sé guð til. Það er einfaldlega að hegða sér á sama hátt og með aðra hluti sem fólk heldur fram án nokkurra sannana, tekur ekki mark á því."

Ert þú semsagt agnostic, en ekki atheist? Og hvað telur þú vera sönnun?

"Meira að segja páfinn samþykkti á sínum tíma þróunarkenninguna"

Það segir ekkert til um hvort hún sé í samræmi við heilaga ritningu.

"Trúleysi byggist ekki á trú því trúleysi felur ekki í sér kröfu um einhvern algildan sannleik, einfaldlega neitun um að samþykkja staðhæfingar annarra án þess að krefjast þess að einhver önnur staðhæfing sé sett í staðinn."

Eru ekki trúleysingjar að krefjast að staðhæfing þeirra sé hin rétta staða?

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 12:28

121 Smámynd: Jón Ragnarsson

Einnig:

http://9gag.com/photo/25450_540.jpg

Jón Ragnarsson, 19.8.2010 kl. 12:38

122 Smámynd: Mofi

Odie
Mofi, Þetta er nú ekki beint til þín enda gerði ég aldrei ráð fyrir að þú myndir nokkurn tíman skilja quantum physics.  Það er margt sem er erfitt að skilja þegar maður pælir í quantum physics.  Það sem gerir þetta engu að síður að veruleika er sú einfalda staðreynd að það má rannsaka þetta og allir sem það vilja geta staðfest niðurstöðurnar.
Alveg sammála því enda spurði ég aðeins hvort sæir ekkert athugavert við þetta, að það þyrfti gífurlega krafta og síðan verður eitthvað til úr engu? 

Mofi, 19.8.2010 kl. 12:51

123 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Alexander:

það eru 10-11 víddir til og að alheimurinn okkar getur alls ekki verið sá eini sem til er það er algerlega útilokað. 

Hvernig veistu það?

Málið er að flest ef ekki öll málsmetandi líkön af tilurð alheimsins og einnig því hvernig hann hefur þróast þá koma 10-11 víddir bara út úr jöfnunum. Þetta er ekki eitthvað sem vísindamenn vildu það flækir málin frekar fyrir þeim.

Varðandi marga heima þá er svokallað "Fine tuning" í tilurð alheimsins sem útilokar að okkar alheimur geti verið sá eini sanni. Það er hins vegar nokkuð víst að náttúrulögmálin eru mismunandi milli tveggja alheima.

Ég spyr þá á móti varðandi kraftaverk þá er vísindaleg  skýring á þeim öllum þannig að ég er alveg rólegur yfir því. 10 ára stelpa sem var 1 klukkutíma undir vatni væri hægt að líta á sem kraftaverk sem það í raun er. það er hins vegar hægt að skýra út frá því að vatnið var kalt og hægði á allri líkamsstarfsemi. Það er vísindalega skýring.

Við megum ekki missa okkur í einhverju óþekku og skýra það út frá því að það sé kraftaverk heldur leita rökréttra skýringa. Við erum eftir all viti bornar verur.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 12:52

124 Smámynd: Omnivore

Þú ert að misskilja Alexander.

Þú ert að misskilja hvað sönnunarbyrði er. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir þig að neita að skilja það því ef þú gerir það ekki er þetta "argument" fallið um sjálft sig.

Þú skilur ekki að sá sem er trúlaus er ekki að staðhæfa að hann viti eitthvað sem enginn annar getur skilið. Hann er einfaldlega að segja "þetta er ekki sannfærandi" og því trúir hann því ekki.

Það er búið að útlista mörg dæmi fyrir þig en þú snýrð út úr þeim, að því er virðist viljandi til að þurfa ekki að leiðrétta þessa vitlausu spurningu. Það er ekki hægt að sanna neikvæða afstöðu. Það er sjálfgefin afstaða til hluta sem eru ósannaðir.

Ef ég myndi segja þér að ef þú myndir gefa mér 100.000 kr. myndi ég gefa þér milljón á morgun sem þú hefðir erft frá fjarskyldum frænda, myndir þú ekki fara fram á að ég sannaði það fyrir þér að þú ættir í raun þennan frænda og hefðir erft eitthvað áður en ég fengi peninginn? Mér þykir það sennilegt. Í því dæmi værir þú að gera nákvæmlega það sama og trúleysingjar eru búnir að gera með guð. Einhver segir "guð er til" og sá sem efast segir "af hverju heldur þú það?". Þegar engin sannfærandi ástæða er til að trúa þeim sem kemur með fullyrðinguna er henni hafnað. Rétt eins og arfinum.

Sá sem kemur með fullyrðingu þarf að sýna fram á að hún sé rétt. Eða sætta sig við að vera ekki trúað.

Helsta ástæðan fyrir þessari spurningu í greininni sé sú að Shockofgod er búinn að brenna sig á því eins og hinir Youtube trúarmiðlararnir að það er búið að rífa í sig allt sem þeir hafa lagt fram. Þá er gripið til þess að snúa við sönnunarbyrðinni og láta eins og það sé bara sanngjarnt að nú sé komið að hinum að sanna að efasemdir þeirra séu réttar. Það er bara bull. Eins og Theódór Norðkvist kom með hérna uppi. 

Omnivore, 19.8.2010 kl. 12:56

125 Smámynd: Mofi

Þorvaldur
Varðandi marga heima þá er svokallað "Fine tuning" í tilurð alheimsins sem útilokar að okkar alheimur geti verið sá eini sanni. Það er hins vegar nokkuð víst að náttúrulögmálin eru mismunandi milli tveggja alheima.
Ertu ekki að grínast?  Fine tuning bendir til hönnunar; það er ekkert sem bendir til margra alheima nema örvæntingafullir guðleysingjar sem eiga erfitt með að höndla staðreyndir. Staðreyndin er að lögmál alheimsins eru fínstill og síðan er spurningin, hvernig er best að útskýra þá staðreynd. Tilviljun er órökrétt svar því að líkurnar eru svo ógurlegar. Margir alheimar er örvæntingafullt svar sem útilokað er að finna neitt til að styðja slíka hugmynd því að við höfum ekki aðgang að öðrum alheiminum. Þar af leiðandi er hönnun besta útskýringin og eina ástæðan fyrir því að menn hafna henni er vegna þess að þeir vilja ekki að það sé til einhver Guð. 

Mofi, 19.8.2010 kl. 13:01

126 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Fólk sem er dáið hefur lifnað við aftur, hvernig útskýra vísindin það?

Það fer dálítið eftir tilfellinu. Ertu með einhver staðfest dæmi um að einhver hafi dáið og lifnað aftur við?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2010 kl. 13:26

127 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mofi svaraði eiginlega fyrir mig í athugasemd 116. Rök Odie rekast hvor á önnur.

Vil síðan bæta við að jafnvel þó hægt væri að teygja skilgreiningu sýndaragnanna þannig að þær séu ekkert, þrátt fyrir að þær hafi massa sem ekkert hefur sjaldnast, þá gerist ferlið fyrir tilstilli þyngdarlögmáls svartholsins. Þyngdarlögmálið er heldur ekki ekkert.

Síðan vil ég biðja þig  Odie um að vera ekki með dónaskap gagnvart Mofi eða öðrum og saka þá um þekkingar- eða skilningsleysi. Mofi á fullan rétt á að taka þátt í þessari umræðu.

Bið þig um að sýna kurteisi, eða þarf ég kannski að sanna að kurteisi hafi einhvern tímann verið búin til á tilraunastofu og ljósmynduð áður en þú getur tileinkað þér hana?

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 13:27

128 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þarna var ég kannski sjálfur ókurteis í lokin, en þolinmæði minni eru takmörk sett.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 13:28

129 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Mofi:Ertu ekki að grínast?  Fine tuning bendir til hönnunar;

Hvernig getur þú fær rök fyrir því að fine tuning bendi til hönnunar? Er svarið við því AF ÞVÍ BARA???? Eða hefur þú gott svar við því án þess að vitna í biblíuna.

Margir heimar eru ekki örvæntingarfullt svar heldur rökrétt skýring(þarf ekki að vera sú rétta) á því sem við sjáum í þeim gögnum sem fyrir liggja núna.

Ég skal lofa þér Mofi að ef eitthvað væri til í vísindalegum gögnum sem benti til þess að  vitræn hönnun hafi átt sér stað skal ég alls ekki útiloka slíkt en í dag bendir því miður fátt til þess. Vísindamenn eru alltaf að reyna að leita af rökréttum og einföldum svörum.

Það að eitthvað okkur æðra hafi skapað allt klabbið yrði ákaflega auðveld leið út úr þessu en í dag eru bara margir möguleikar mikið líklegri.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 13:52

130 Smámynd: Odie

Theódór, þú verður að afsaka en skilningu Mofa á vísindum er litill sem enginn.  Hann þekkir ekki muninn á tilgátu eða kenningu og miðað við það sem hann hefur skrifað í sitt eigið blog þá verður nú seint gert ráð fyrir meiri vísindaþekkingu af hans hálfu.  En hann notar rök sköpunarsinna að ef eitthvað stangast á við biblíuna mína þá hljóta niðurstöður að vera rangar eða ranglega túlkaðar.  Vísindin hans hafa ekki verið á mikið hærra plani.  Og eftir langar umræður þar sem hann hefur meira að segja viðurkennt að þróun lífvera sé möguleg þá er hann búin að gleyma þeirri umræðu í næsta pistli sem hann skrifar.

En hann á sinn rétt að sjálfsögðu og ég vill endilega að hann taki þátt í henni, því hann er eitt það besta sem við trúleysingar eigum í raun, en furðulegar skoðanir hans á aldri alheimsins og hvernig hann er telur þróun vera rugl hjálpar mikið.  

P.s. ég er ekki að nota rök, ég er að benda á vísindalegar mælingar á svarholum sem  Stephen Hawkings spáði fyrir um.  Sú staðreynd að það þurfi þyngdarkrafta svarhols til að stía þessum eindum í sundur er í raun aukaatriði.  Því þetta er að gerast allt í hring um þig.  Það er svarholið sem gerir þetta sýnilegt fyrir okkur og að við getum mælt þetta.  

Odie, 19.8.2010 kl. 13:55

131 Smámynd: Mofi

Þorvaldur
Margir heimar eru ekki örvæntingarfullt svar heldur rökrétt skýring(þarf ekki að vera sú rétta) á því sem við sjáum í þeim gögnum sem fyrir liggja núna.

Af hverju eru margir alheimar rökrétt skýring?  Hvaða gögn styðja þá skýringu og hvað er að búa til alheim eftir alheim og hver er að breyta náttúrulögmálunum?

Hérna er smá brot af því sem margir vísindamenn hafa skrifað um þetta:

Fred Hoyle (British astrophysicist): "A common sense interpretation of the facts suggests that a superintellect has monkeyed with physics, as well as with chemistry and biology, and that there are no blind forces worth speaking about in nature. The numbers one calculates from the facts seem to me so overwhelming as to put this conclusion almost beyond question."

George Ellis (British astrophysicist): "Amazing fine tuning occurs in the laws that make this [complexity] possible. Realization of the complexity of what is accomplished makes it very difficult not to use the word 'miraculous' without taking a stand as to the ontological status of the word."

Paul Davies (British astrophysicist): "There is for me powerful evidence that there is something going on behind it all....It seems as though somebody has fine-tuned nature’s numbers to make the Universe....The impression of design is overwhelming".

Paul Davies: "The laws [of physics] ... seem to be the product of exceedingly ingenious design... The universe must have a purpose".

Alan Sandage (winner of the Crawford prize in astronomy): "I find it quite improbable that such order came out of chaos. There has to be some organizing principle. God to me is a mystery but is the explanation for the miracle of existence, why there is something instead of nothing."

John O'Keefe (astronomer at NASA): "We are, by astronomical standards, a pampered, cosseted, cherished group of creatures.. .. If the Universe had not been made with the most exacting precision we could never have come into existence. It is my view that these circumstances indicate the universe was created for man to live in."

George Greenstein (astronomer): "As we survey all the evidence, the thought insistently arises that some supernatural agency - or, rather, Agency - must be involved. Is it possible that suddenly, without intending to, we have stumbled upon scientific proof of the existence of a Supreme Being? Was it God who stepped in and so providentially crafted the cosmos for our benefit?" (8)

Arthur Eddington (astrophysicist): "The idea of a universal mind or Logos would be, I think, a fairly plausible inference from the present state of scientific theory." (9)

Arno Penzias (Nobel prize in physics): "Astronomy leads us to a unique event, a universe which was created out of nothing, one with the very delicate balance needed to provide exactly the conditions required to permit life, and one which has an underlying (one might say 'supernatural') plan."

Mofi, 19.8.2010 kl. 14:03

132 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Ekkert hér að ofan Mofi sannar það sem ég spurði hvort þú gætir sannað. Það sem við sjáum hér að ofan er álit nokkurra vísindamanna tekin út úr samhengi. Þeir segja mikið "Suggest" sem þýðir bendir til og svo framvegis.

Það er einmitt það sem menn hafa komist af núna er að nákvæmlega eins og lífið á jörðinni er bara akkúrat hending sem hefur komið fram á nokkrum stöðum í okkar alheimi því möguleikarnir eru svo ótrúlega margir. Örugglega er hægt að segja að 99.9999% af því lífi sem til er á plánetum í alheiminum sé ekki vitborið heldur á lágu stigi. Þar ráða aðstæður. Aðstæður á jörðinni eru hárréttar fyrir viti borið líf nákvæmlega eins og aðstæður í þessum heimi eru hárréttar. 

Nákvæmlega eins með fine tuning að okkar heimur er bara hending að við erum til vegna þess að þessi tiltekni heimur var með þessa 26 eða svo fasta(Constants) rétt stillta(tuned).

Ef til væri bara einn alheimur þá er þessi fine tuning ákaflega erfitt að útskýra nema á bakvið sé eitthvð sem við skiljum ekki í dag.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 14:31

133 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þess má geta að Hawkins-geislun hefur aldrei veirð staðfest. Hún er því enn sem komið er aðeins tilgáta.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 14:31

134 Smámynd: Mofi

Þorvaldur, höfum við einhverja ástæðu til að ætla að það séu til fleiri alheimar?

Mofi, 19.8.2010 kl. 14:37

135 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Þorvaldur,

Varðandi marga heima þá er svokallað "Fine tuning" í tilurð alheimsins sem útilokar að okkar alheimur geti verið sá eini sanni

 Skoðaðu þetta hér

 Ef til væri bara einn alheimur þá er þessi fine tuning ákaflega erfitt að útskýra nema á bakvið sé eitthvð sem við skiljum ekki í dag.

Sumir vita hvað er á bakvið, það er Guð. En ef maður vill ekki sætta sig við það svar, þá held að það sé laaaangt í að fólk muni skilja svarið

Tinna, Ég hef ekki tölu á því en það eru mörg mörg tilfelli þar sem fólk hefur dáið og komið aftur til lífs. daily telegraph skrifar um eitt tilfelli af mörgum. Ég hef heyrt um svo mörg svona tilfelli og þekkt fólk sem hefur orðið vitni að þessu, þó ég sjálfur hafi ekki séð neinn sem var dáinn koma til lífs aftur. Ekki nema bara pabbi sem fékk hjartaáfall og var talinn dáinn, en kom til lífs. En hann var dáinn í stutta stund, þú myndir gefa því einhverja aðra skýringu en kraftaverk. En það er ekki sjálfsagt að fólk komi til lífs aftur.

Omnivore, Ég skil fullvel hvað sönnunarbyrði er, en sú krafa sem er gerð til þessarar sönnunar er óraunhæf. Ég tel vera fullt af hlutum sem eru nóg til að sanna mitt mál, almenn skynsemi og rök benda allt til tilvist Guðs og fyrst það er staðan þá er sönnunarbyrgðin ekki lengur á þeim sem hafa sannað mál sitt, heldur á hinum sem halda öðru fram. 

En bara til að fá að heyra það frá þér, hvað telur þú til sönnunar? Hvaða kröfur gerir þú til að sönnun teljist gild?

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 15:07

136 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Alexander:Sumir vita hvað er á bakvið, það er Guð

Þarna ert þú væntanlega að segja þú trúir því að þetta sé Guð það er allt annað en að vita. Ég sem vísindamaður vill fá handhægar sannarnir fyrir því ekki bara að einhver segi það. Þetta er svona svipað og að svara af því bara við spurningu. Ég sætti mig ekki við slíkt svar.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 15:13

137 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Þorvaldur, Hvað eru handhægar sannanir í þínum augum? Hvað myndi sannfæra þig?

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 15:20

138 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Alexander: Komdu með kenningu setta frá á vísindalegan hátt. Reyndu að finna gögn sem liggja fyrir nú þegar eftir hin fjölmörgu nýjustu rannsóknartæki síðustu 20 ára sem renna stoðum undir þessa kenningu þína. þá skulum við tala saman.

Þú verður að sætta þig við það að kenning þín geti staðist vísindalega skoðun.

Nú getur vel verið að upp úr öllu þessu komi á endanum að á bakvið þetta allt sé eitthvað rökrétt en við getum ekki leyft okkur  að stytta okkur leiði að einhverjum fljótfærnislegum ályktunum.

Ef við gerðum það þá værum við sennilega ennþá föst í jarðmiðjukenningunni eða að jörðin sé flöt.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 15:49

139 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

" Komdu með kenningu setta frá á vísindalegan hátt. Reyndu að finna gögn sem liggja fyrir nú þegar eftir hin fjölmörgu nýjustu rannsóknartæki síðustu 20 ára sem renna stoðum undir þessa kenningu þína."

Horfðirðu á heimildarmyndina sem ég benti þér á?

"Þú verður að sætta þig við það að kenning þín geti staðist vísindalega skoðun."

Ertu ekki búinn að gefa þér fyrirfram ákveðna hugmynd, hvernig á að sanna hlut, sem er ekki hægt að sanna á þann máta sem þú hefur fyrirfram ákveðið. Sýnd þú mér, með því að koma með kenningu setta fram á vísindalegan hátt og með því að nota aðeins íhlutina í tölvunni að maður hafi hannað tölvuna. Þannig að þessi kenning standist vísindalega skoðun

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 16:09

140 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Nei Alexander. Málið er að gefa sér ekkert neina fasta hugmynd heldur byggja upp módel(kenningu) til að skýra það sem við sjáum þarna úti. Þetta módel verður að standast þá skoðun að geta útskýrt allt sem við sjáum annars er eitthvað rangt við það. Við verðum einnig að sætta okkur við það að þetta er aðeins módel og getur seint endurspeglað alla myndina.

Ef við værum að reyna að sanna það vísindalega að maður hafi hannað tölvuna sem við notum til þessara samskipta þá megum við ekki takmarka okkur við einhverja íhluti í tölvunni. Fyrst verðum við að rannsaka eins nákvæmlega eins og okkur er unnt hvernig tölvar lítur út og virkar og setja fram kenningu(módel) um það hvernig hægt er að hanna slíka tölvu. Smám saman eftir því sem meiri upplýsingar koma fram með grandskoðun á tölvunni er hægt að prufa hvort þær upplýsingar standast þær kenningar sem settar voru fram. Það hægur vandi að sanna að slíkt geti ekki bara sett sig saman að sjálft. Þarna eru skrúfur sem búnar eru til að mönnum. Rökrásir sem hannaðar hafa verið að mönnum og svo framvegis.

Smám saman kemur fram heilstæðari og heilstæðari mynd sem passar betur og betur við það sem við sjáum.

Á síðustu 20 árum hafa komið fram nokkrar  niðurstöður í rannsóknum sem hafa kollvarpað kenningum vísindamanna um alheiminn. Þeir urðu bara að viðurkenna þetta og stokka spilin og reyna að finna skýringu á þessu.

Eitt frægt dæmi er um þetta er sú staðreynd sem komið hefur fram nýlega að útþennsluhraði alheimsins sé að aukast með tímanum. Þetta kom vísindamönnum algerlega á óvart og flækti málin verulega fyrir þeim. Það skemtilega við þetta er að margt getur komið á óvart og kollvarpað því sem við höldum að sé sannleikur og við verðum að vera nægjanlega opin til að taka því og endurbæta þær kenningar sem við höfum. Þetta kallast öðrum orðum að læra af reynslunni.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 16:56

141 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

"Ef við værum að reyna að sanna það vísindalega að maður hafi hannað tölvuna sem við notum til þessara samskipta þá megum við ekki takmarka okkur við einhverja íhluti í tölvunni. Fyrst verðum við að rannsaka eins nákvæmlega eins og okkur er unnt hvernig tölvar lítur út og virkar og setja fram kenningu(módel) um það hvernig hægt er að hanna slíka tölvu. Smám saman eftir því sem meiri upplýsingar koma fram með grandskoðun á tölvunni er hægt að prufa hvort þær upplýsingar standast þær kenningar sem settar voru fram. Það hægur vandi að sanna að slíkt geti ekki bara sett sig saman að sjálft. Þarna eru skrúfur sem búnar eru til að mönnum. Rökrásir sem hannaðar hafa verið að mönnum og svo framvegis."

 

Skiptu út "maður" fyrir Guð og "tölva" fyrir alheimurinn og þá ertu kominn með þetta

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 17:14

142 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Alexander því miður er það ótrúleg einföldun hjá þér. Það hljómar mjög sætt á pappírunum en í raun er það ekki rétt. Fólk sem trúir reynir að finna auðveldar skýringar á flólknum vandamálum(skiljanlegt) en því miður er ekkert þannig til.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 17:21

143 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég get sagt ykkur að ég skil ekki hvernig tölva er gerð en gengur samt ágætlega að nota hana. Ég hef einhverja hugmynd um það, en skil það samt ekki til fulls.

Í rauninni gæti ég og hver annar haldið því fram að íhlutirnir hafi bara skriðið saman á öskuhaug einhvers staðar í Tævan og úr hafi orðið þessi fína tölva. Er það nokkuð ólíklegra en að flókinn alheimurinn hafi orðið til fyrir tilviljun, af engu, eða af sjálfum sér?

En framangreinda fullyrðingu um tilurð tölvunnar gæti enginn hrakið, nema sá sem veit nákvæmlega og getur skýrt það út fyrir hinum hvernig tölvan er búin til og hvaða fræði eru þarna á bak við.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 17:27

144 Smámynd: Mofi

Þorvaldur
Málið er að gefa sér ekkert neina fasta hugmynd heldur byggja upp módel(kenningu) til að skýra það sem við sjáum þarna úti. Þetta módel verður að standast þá skoðun að geta útskýrt allt sem við sjáum annars er eitthvað rangt við það.
Hvernig er þitt módel sem útskýrir það sem við sjáum þarna úti?  Hvernig útskýrir þitt módel alheim sem byrjar að vera til, lögmál sem eru öfga fínstillt, líf sem byggist á upplýsingakerfi og flóknum vélum og mannkynið með sinni ást á fegurð og svo framvegis?
 

Mofi, 19.8.2010 kl. 18:56

145 Smámynd: Omnivore

Sæll Alexander. 

"Ég tel vera fullt af hlutum sem eru nóg til að sanna mitt mál, almenn skynsemi og rök benda allt til tilvist Guðs og fyrst það er staðan þá er sönnunarbyrgðin ekki lengur á þeim sem hafa sannað mál sitt, heldur á hinum sem halda öðru fram. "

Ég myndi endilega vilja fá að sjá eitthvað af þessum rökum og sönnunum. Ég hef gaman af því að skoða það sem komið er. Þú mátt ekki halda að allir séu búnir að gefa sér svarið. Ef ég myndi fá sannfærandi rök og sannanir fyrir tilvist guðs myndi ég viðurkenna tilvist hans. Mér myndi finnast ég kjáni en viðurkenna að ég hafi haft rangt fyrir mér. Eins og með margt annað sem mér hefur skjátlast um.

Ég hef hins vegar aldrei séð nein rök fyrir tilvist guðs sem mér þykja sannfærandi. Ég í raun fer ekki fram á mikið. Bara eitthvað sem engin leið væri að útskýra á nokkurn annan hátt en að guð hafi gert það.

Til dæmis væru það góð rök fyrir hönnun ef guð myndi einn daginn láta sömu stökkbreytinguna eiga sér stað í heilli tegund á sama tíma. Það getur ekki gerst náttúrulega  svo ef það myndi gerast væri það sterk vísbending um hönnun.

Ef guð myndi segja einhverjum hvað myndi gerast í framtíðinni og segja honum að skrifa það niður nákvæmlega og læsa það inni. Enginn mætti sjá eða vita hver spáin væri fyrr en eftir að hún átti að rætast. Þar væri gott að vera með smáatriði en atburðurinn þyrfti ekki að vera merkilegur. Til dæmis bara nákvæm frásögn af því hvernig fótboltaleikur hefði farið. Það væri held eg ekki nokkur leið fyrir mann að spá rétt fyrir um framtíðina og það myndi styrkja tilvistarstaðhæfingar guðs.

Enn gæti guð einfaldlega birst öllum á sama tíma. Það væri sannfærandi.

Hann gæti líka ákveðið að uppfylla allar bænir í einn dag, sama hvað. Eða láta útlimi vaxa aftur á fólk ef það myndi biðja um það.

Það eru fullt af leiðum til að sanna tilvist guðs. Ég fer aðeins fram á að það sé gert þannig að dæmið sem þú nefnir sé þess eðlis að engin leið sé fyrir náttúrulega ferla að útskýra hvað átti sér stað.

Ertu til challenge?

hvað eru besta sönnunin fyrir tilvist guðs að þínu mati. prófaðu að biðja guð um að segja þér hvernig þú getir sannfært alla og komið með svo dúndrandi rök fyrir tilvist hans að enginn heilvita maður getir verið trúlaus áfram. Þegar þú ert búinn að finna bestu sönnunina fyrir tilvist guðs skaltu koma með hana. Kannski verð ég sannfærður.

til í þetta? 

Omnivore, 19.8.2010 kl. 18:58

146 Smámynd: Mofi

Omnivore
Bara eitthvað sem engin leið væri að útskýra á nokkurn annan hátt en að guð hafi gert það.

Ekki myndi ég nenna að reyna það sem þú ert að biðja um því það er alltaf einhver leið til að útskýra eitthvað, eitthvað fáránlegt eins og margir alheimar, tilviljanir gátu sett saman gífurlegt magn af verkfræði upplýsingum um hvernig á að búa til vélar og svo framvegis.  Ef það dugar ekki að benda á eitthvað sem bendir frekar til Guðs en einhvers annars þá er það sem þú biður um, algjörlega vonlaust.

Er forvitinn að sjá hvað Alexander dettur í hug.

Mofi, 19.8.2010 kl. 19:15

147 identicon

Ég skal prófa ... Styrmir ... Ég hitti og sé Guð á hverjum einasta degi. Hvenær sem ég lít til hans sé ég hann og hvenær sem ég spyr hann ráða svarar hann mér hátt og skýrt og ræður mér heilt. Þess vegna efast ég ekki um tilvist Guðs og um leið er þetta mín albesta sönnun fyrir raunveruleika hans. Hvað segir þú um hana?

Hólímólí (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 19:31

148 Smámynd: Theódór Norðkvist

Omnivore segir í athugasemd nr. 124:

Þú skilur ekki að sá sem er trúlaus er ekki að staðhæfa að hann viti eitthvað sem enginn annar getur skilið. Hann er einfaldlega að segja "þetta er ekki sannfærandi" og því trúir hann því ekki.

En þá langar mig að vita hvers vegna a.m.k. ákveðinn hópur trúleysingja flykkist inn á hverja einustu bloggsíðu með yfigangi, frekju og stundum ljótum dónaskap, af þeirri einu ástæðu að einhver leyfir sér að fjalla um Guð og trúarlegar kenningar?

Heimtandi sannanir og gerandi lítið úr fólki og skoðunum þeirra. Skítkast um spagettískrímsli, tungl gerð úr osti og önnur slík aulafyndni er algengt.

Oft í umræðum sem þeim var engan veginn boðið til og innihéldu engar árásir eða gagnrýni á trúlausa.

Svo rammt kveður að þessu liði að prestur einn, sem er þekktur fyrir hógværð og stillingu, skrifar harðorðan pistil þar sem hann tekur þetta gengi á beinið.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 20:09

149 Smámynd: Omnivore

Sæll Hólímólí. 

 Ég skil vel að það séu fyrir þig sannfærandi sannanir og rök fyrir tilvist guðs. Ég tel mig þó ekki vera ósanngjarnann þegar ég segi að þau falli ekki undir að ekki sé hægt að útskýra þessar heimsóknir á annan hátt. Þá er ég hvorki að neita því að guð sé til með þeim orðum eða draga sannleiksgildi orða þinna í efa. Ég er einfaldlega að segja að aðrir geta ekki treyst þínum vitrunum svo að það dugi sem sönnun á guði. Það er sá möguleiki að fólk sem hitti guð geri það alls ekki. Það er einnig sá möguleiki að það hitti guð. Ég þakka gott innlegg en tel það ekkert sanna annað en að þú trúir að þú hittir guð.  Ég tek slík rök með fyrirvara vegna þess hve skeikul skynfæri manna eru og hversu oft persónuleg reynsla og frásagnir fólks hafa reynst rangar.

Mofi ég er ekki sammála þér í því. Ég neita ekki öllu því það hentar mér ekki. Ég held að almáttugur guð færi létt með að sannfæra mig og sanna tilvist sína ef hann vildi það.  

Omnivore, 19.8.2010 kl. 20:15

150 identicon

Styrmir, fyrst vil ég þakka þér fyrir að kalla mig ekki lygara því ég átti satt að segja von á því, en biðst hér með afsökunar á því að hafa gefið mér það.

Ein oggulítil spurning: Trúir þú því þá að það sem ég segi, að fyrir mér og frá mínum sjónarhóli sé Guð jafnraunverulegur og ég og þú, sé sannleikur?

Ég vil taka það fram að ég ekki bara trúi því 100% heldur veit ég að fyrir þér og séð frá þínum sjónarhóli sé hann það ekki.

Hólímólí (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:26

151 identicon

Styrmir, þú segir: "Ég held að almáttugur guð færi létt með að sannfæra mig og sanna tilvist sína ef hann vildi það."

Styrmir ... ég veit ekki hversu mörg ár þú átt að að baki en ég lofa þér því að Guð hefur margoft sannað fyrir þér tilvist sína og reynt að sannfæra þig. Þú hefur bara alltaf lokað augum og eyrum fyrir honum og ekki skilið hjálpræði hans

Horfðu til baka yfir farinn veg í rólegheitum og sjáðu hversu oft hann hefur komið þér til aðstoðar ... hversu oft hann hefur ekki látið réttu hlutina koma fyrir þig eða til þín á réttum tíma - einmitt þegar þú þarfnaðist þess mest. Eina sem stendur í veginum fyrir trú þinni á Guð er að þú telur allt það góða sem guð hefur gert fyrir þig tilviljanir einar sem hægt er að útskýra án aðkomu Guðs. Þess vegna hafnarðu honum í hvert sinn sem hann aðstoðar þig. Þess vegna sérðu hann ekki.

Þú ert í raun í sporum húseigandans sem hafnaði björgun manna á bíl, bát og þyrlu og drukknaði fyrir vikið í flóðinu. Þegar hann hitti Guð og spurði hann hvers vegna hann hefði ekki komið sér til bjargar þá benti Guð honum á að hann hefði sent honum bæði bíl, bát og þyrlu ... en þar sem honum var gefinn frjáls vilji þá hefði hann notað hann til að taka rangar ákvörðanir og því drukknað.

Værir þú í sporum húseigandans, þé hefðir þú kannski hafnað bílnum, kannski bátnum, en aldrei þyrlunni, enda var staðan þá orðin vonlaus hjá húseigandanum.

En myndir þú þakka Guði fyrir að hafa sent þér þessa þyrlu?

Því getur þú einn svarað.

Hólímólí (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:46

152 identicon

The more I study religions the more I am convinced that man never worshipped anything but himself.
  - Sir Richard Francis Burton

Sýnist að þið besserwisserarnir hvort sem þið eruð trúaðir eða trúleysingjar séuð hvað bestir í því að dýrka eigin skoðanir og viðmið.

Moggabloggið er orðið undirlagt í endalausum rökræðum um trúmál og leggið þið ekki lítið á ykkur til þess að hafa betur í þeim efnum.

Hvernig væri að sættast á þá einföldu staðreynd að fólki sé frjálst að trúa eða trúa ekki á tilvist einhvers Guðs eftir því sem þeirra sannfæring býður.

Eða er einhver ávinningur fólgin í því að við séum öll sömu skoðunar í þessum efnum! ?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 21:00

153 Smámynd: Omnivore

Takk fyrir góð svör Hólímólí.

Ég hef ekki orðið var við margt gott sem henti á heppilegum tíma. En það góða sem ég á eða hef fengið hef ég sótt sjálfur með eigin erfiði og ásetningi. Það kann að vera að guð hafi verið með en ég sé ekkert sem bendir til þess. Ég kann hins vegar að meta það sem mér sýnist vera góður ásetningur þinn.

Það er rétt sem þú sagðir í næsta kommenti þar á undan að þú værir viss um að ég tryði ekki. Ég geri það ekki. Ég tel mig hins vegar ekki bættan með að kalla þig lygara og ég held ekki að þú sért að ljúga. Fyrir þér held ég að guð sé jafn raunverulegur og vatn og steinar.

Fyrir mér hins vegar jafn óraunverulegur, og óþarfur, og þór og óðinn.

Eggert.

Fyrir mér snýst málið ekki um að sannfæra neinn. Það er alltaf gaman að tala um það sem maður hefur áhuga á. Mér finnst trúarbrögð áhugaverð fyrirbæri og hef gaman af að tala um þau. Það var líka klárari maður en ég sem sagði (cicero): Ef þú þekkir bara aðra hlið málsins þekkiru hvoruga.  

Omnivore, 19.8.2010 kl. 21:13

154 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Mofi: Hvernig er þitt módel sem útskýrir það sem við sjáum þarna úti?  Hvernig útskýrir þitt módel alheim sem byrjar að vera til, lögmál sem eru öfga fínstillt, líf sem byggist á upplýsingakerfi og flóknum vélum og mannkynið með sinni ást á fegurð og svo framvegis?

Mofi ég vil taka það skýrt fram að þessi módel eru ekki mín(ég mundi gjarnan vilja eigna mér þau en ég ætla ekki að ljúga).

Ég skal nefna eina krækju http://www.youtube.com/watch?v=YtdE662eY_M&feature=related

Hún segir frá Brian Green sem er einn af aðal vísindamönnunum á bakvið svokallaða strengjakenningu sem er reyndar ekki vel séð af öðrum vísindamönnum. Þessi fyrirlestur er mjög góður og lýsir hvernig vísindamenn hugsa og hvernig kenning þeirra um alheiminn breytist smám saman eftir því sem meiri gögn koma til sögunar.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 21:20

155 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Omnivore, Þetta er hið mesta kraftaverk sem ég get boðað þér

"Pétur sagði við þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda." - Act 2:38

  "Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins."  - Joh 5:24

Svo eru hérna fleiri sem ég tek sem dæmi, en þetta er ekki tæmandi listi. Ég hef áður bent á mannesku sem var dáin í 17klst . Svo er hér saga um kraftaverk, maður sem var grænmeti sem varð heill. Blindir fá sjón - Sjúkir læknast  - Taugasjúkir læknast   - Lamaðir gangaDauðir rísa upp - Nú þetta er bara brotabrot af því sem gerist, það eru ekki alltaf videocamerur með. Ég mæli með að þú farir á lækningarsamkomur, þar ættirðu að sjá fólk læknast. Það eru til alveg aragrúi af vitnisburðum. 

Svo ef þú skoðar sögu biblíunnar, öll ritin, nákvæmnina sem þau eru skrifuð.

Vísindalegu uppgötvanirnar sem eru í henni sem eru langt á undan samtíma

Spádómarnir allir, það eru ekki til svona nákvæmir spádómar neinstaðar annarstaðar.

Hvernig öll lögmálin í alheiminum virka og hversu nákvæmt þetta þarf allt að vera til að líf geti verið til

Hversu flókinn mannslíkaminn er, við getum endalaust skoðað okkur sjálf innávið

Eggert, "trúleysingjar" tilbiðja margir hverjir sjálfan sig, það er vandamálið við atheism og humanism trú. Ég tilbið ekki sjálfan mig, skoðanir mínar, eða viðmið. Ég tilbið Jesú Krist, Guð almáttugan, sem skapaði himin og jörð. Ég mæli með að þú lesir biblíuna í gegn í einlægni að leita að Guð og sjá hvort þú finnir hann ekki.

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 21:25

156 identicon

Eggert: "Eða er einhver ávinningur fólgin í því að við séum öll sömu skoðunar í þessum efnum?"

Ávinningurinn er fólgin í því að við getum skilið og virt skoðanir hvors annars þannig að við getum öll verið frjáls saman og án fordóma, hverrar skoðunar sem við erum annars. Fyrir því er verið að berjast hér, þrátt fyrir allt sverðaglamrið og reykjakófið.

Hólímólí (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 21:40

157 Smámynd: Rebekka

Er til of mikils mælst að biðja um sannfærandi gögn, áður en maður trúir að eitthvað sé til?  Hvers vegna get ég ekki bara fengið að SJÁ guð?   

"Guð vill ekki ganga þvert gegn hinum frjálsa vilja, þú verður sjálf að kjósa að ganga guði á hönd..." - þessi útskýring gengur bara ekki upp, ef þetta væri satt, hvað þá um alla spámenninna sem fengu einkaheimsókn frá guði og var sagt að gerast spámenn?   Er í lagi að skipa SUMU fólki fyrir en aðrir verða að "nýta sinn frjálsa vilja"?

Vísindalegar uppgötvanir í biblíunni? T.d. þessi sem segir að kona sé óhrein í 7 daga eftir að hafa fætt sveinbarn, en í 14 daga eftir að hafa fætt meybarn?  Hver er vísindalega skýringin á því?

Það er líka kaldhæðnislegt að sjá öll þessi myndbönd frá "kraftaverkum" í Nígeríu,  þessu olíuríka landi sem er samt svo illa stjórnað að meirihluti landsmanna lifir í sárri fátækt og stjórnin verður meira að segja að FLYTJA INN eldsneyti.  Hvers konar Guð er þetta sem kemur aðeins í ljós á "lækningasamkomum" og læknar random manneskjur, á meðan þúsundir nígerískra barna eru ákærð og drepin vegna landlægrar nornahræðslu?  Fjöldamargir svindlarar ásækja saklaust fólk og kallar það nornir, allt í skjóli kristinnar trúar.  Þessir svindlarar lifa margir í vellystingum, en "nornirnar" - oft alsaklaus börn -  eru brytjaðar niður eða brenndar á báli.  Ég bara neita að trúa á "guð" eða nokkra almáttuga veru sem virðist ekki hafa vott af almennilegu siðferði.

Fyrir hvert "kraftaverk" er hægt að benda á a.m.k. 10 tilvik þar sem þörf var á raunverulegu kraftaverki, en það varð ekki.

/end rant 

Rebekka, 19.8.2010 kl. 22:15

158 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Ég get nú alveg unað því að fólk hafi aðra skoðun á málunum en ég(ég var ekki alltaf þannig en tel mig vera kominn með þann þroska núna). Ef einhver vill trúa á að Guð hafi skapað heiminn eins og hann er og manninn eins og hann er þá er það algerlega hans mál. Ef hann er ánægður með slíkt þá er það bara frábært fyrir hann(hana).

Ég fyrir mitt leiti ætla (meðan ég lifi) að fylgjast með þeirri spennandi sögu sem er að skrifa sig um tilurð alheimsins. Ég geri mér þó grein fyrir því að áður en ég er allur verða ekki öll kurl komin til grafar. Ég sætti mig alveg við það.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 19.8.2010 kl. 22:17

159 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég trúi á kraftaverk, möguleikann á því að hið ómögulega gerist. Vil samt setja spurningamerki við þennan T.B. Joshua.

Prédikarar í jakkafötum sem kosta meira en árslaun verkamanns hafa aldrei unnið annað en skaða á boðun fagnaðarerindisins.

Samkvæmt Wikipedia-greininni um hann, sem er þó vægast sagt hlutdræg, er maðurinn mjög umdeildur.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 22:35

160 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Rebekka

 Hvers vegna get ég ekki bara fengið að SJÁ guð?

Spyrðu hann að því

Er í lagi að skipa SUMU fólki fyrir en aðrir verða að "nýta sinn frjálsa vilja"?

Spámennirnir höfðu frjálsann vilja, þeir kusu að fylgja Guð.

Vísindalegar uppgötvanir í biblíunni?

 Lev 17:11 - Lífið er í blóðinu - William Harvey (1611) uppgötvaði að blóðrásin er lykilatriði til að viðhalda lífi

 Gen 1:1 - Í upphafi(TIME) skapaði Guð himin (SPACE) og jörð (MATTER) - Uppgötvað á 20. öldinni, vísindamenn tala nú um space-time-continuum.

T.d. þessi sem segir að kona sé óhrein í 7 daga eftir að hafa fætt sveinbarn, en í 14 daga eftir að hafa fætt meybarn?

Þetta tengist lögmáli Guðs, tengist heilagleika YHWH. Í lögmálinu eru vissar reglur settar um hreinleika sem þarf að framfylgja.

 Hvers konar Guð er þetta sem kemur aðeins í ljós á "lækningasamkomum" og læknar random manneskjur, á meðan þúsundir nígerískra barna eru ákærð og drepin vegna landlægrar nornahræðslu?

Guð verndar og vakir yfir þeim er elska hann, þeir sem fylgja honum þurfa ekki að óttast. (Psa 31:24, 97:10, Orðskv. 13:6) Dauðinn er ekkert atriði, málið er hvort maður hafi iðrast synda sinni og eyði eilífðinni með Guð eða ekki. Syndinni fylgir afleiðing, það er eins og ég hef áður sagt orsök og afleiðing. Ef þessi börn fylgdu Guði, þá munu þau eyða eilífðinni með honum.

Fjöldamargir svindlarar ásækja saklaust fólk og kallar það nornir, allt í skjóli kristinnar trúar.  Þessir svindlarar lifa margir í vellystingum, en "nornirnar" - oft alsaklaus börn -  eru brytjaðar niður eða brenndar á báli.

Svindlarar koma Guði ekkert við, það eru svindlarar í öllum stéttum, varla kúplaru þig alveg útúr lífinu útaf svindlurum?

  Ég bara neita að trúa á "guð" eða nokkra almáttuga veru sem virðist ekki hafa vott af almennilegu siðferði.

Guð hefur gefið okkur gott siðferði að lifa eftir, sín lög og reglur, maðurinn er illur í hjarta sínu og vill ekki fylgja þeim reglum og þar af leiðandi kallar hann yfir sig sjúkdóma og hitt og þetta.

 Fyrir hvert "kraftaverk" er hægt að benda á a.m.k. 10 tilvik þar sem þörf var á raunverulegu kraftaverki, en það varð ekki.

Og afsannar það kraftaverkin sem gerðust í raun og veru? hvernig útskýrirðu þau kraftaverk?

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 22:38

161 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Theódór, það má vel vera að maðurinn sé umdeildur. Punkturinn sem ég var að koma með er að kraftaverk gerast. Fólk biður fyrir sjúkum og þeir læknast. Guð er svo sannarlega til og hægt er að sjá það með eigin augum

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 22:45

162 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hvers vegna vill Guð að við skríðum fyrir sér?

Er Guð ekki alvitur og algóður?  Af hverju þurfum við að biðja?  Veit hann ekki að við erum í tómu tjóni?  Af hverju þurfum við að auðmýkja okkur fyrir honum?

Hvers vegna máttum við ekki opna augun í Eden?  Af hverju eigum við að taka við Guðs ríki eins og börn, en ekki ein og viti bornir einstaklingar?

Af hverju hefur kirkjan alltaf barist gegn vísindunum?  Af hverju hamast bókstafstrúaðir við að afneita sannleikanum?

Þetta er einfaldlega of vitlaust til að geta verið satt.

Opnið augun.

Theódór Gunnarsson, 19.8.2010 kl. 23:00

163 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Hvers vegna vill Guð að við skríðum fyrir sér?

Hann hefur ekki enn beðið mig um að skríða

Er Guð ekki alvitur og algóður? 

 Öll viska kemur frá Guði (Orðskv. 14:8, Sálm 51:8) "algóður" fer eftir því hvernig þú skilgreinir algóður.

Af hverju þurfum við að biðja? 

Bæn er samtal milli okkar og Guðs, er ekki magnað að við getum talað við skapara okkar? (Jóh 15:17)

Veit hann ekki að við erum í tómu tjóni? 

 Hann veit vel hver staðan er, og hann vill að fólk iðrist og fari að lifa heilögu og grandvöru lífi (Deu 31:16-18, Sálm 7:12-17)

Af hverju þurfum við að auðmýkja okkur fyrir honum?

Afhverju ættirðu ekki að vilja sýna auðmýkt? (Deu 8:2)

Hvers vegna máttum við ekki opna augun í Eden? 

Vegna syndarinnar var manninum vísað úr Eden (Gen 3:1-24)

Af hverju eigum við að taka við Guðs ríki eins og börn, en ekki ein og viti bornir einstaklingar?

Börn eru saklaus og treysta foreldrum sínum (Matt 18:3-4, 1Pét 1:14), við eigum svo að þroskast og temja skilningarvitin til að greina gott frá illu en ekki vera börn að eilífu (Heb 5:12-14)

Af hverju hefur kirkjan alltaf barist gegn vísindunum? 

Hvaða kirkju ertu að tala um? Ertu að tala um kirkju krists, þ.e brúði krists, hina sönnu kirkju. Eða ertu að tala um stofnanir búnar til af mönnum? Ég held persónulega að kirkjan hafi ekki alltaf barist gegn vísindum. En sum voodoo-vísindi eru bara rugl og rétt að berjast gegn.

Af hverju hamast bókstafstrúaðir við að afneita sannleikanum?

 Jesús er sannleikurinn og ég afneita honum ekki (Jóh 14:6)

  Þetta er einfaldlega of vitlaust til að geta verið satt.

"Ég sneri mér og beindi huga mínum að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst, að guðleysi er heimska og heimska vitleysa."  (Pre 7:25)

 Opnið augun.

En sæl eru augu yðar, að þau sjá, og eyru yðar, að þau heyra. (Mat 13:16)

Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 23:40

164 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Sæll Alexander: Maður hættir alltaf að lesa þegar maður sér endalausar trúartilvitnanir.

Bara svo ég fái smá bakgrunn um þig. Trúir þú því að Guð hafi skapað manninn og alheiminn fyrir minnan en 10.000 árum eða trúir þú því að Guð hafi gert það fyrir milljörðum ára. Bara athuga hvort þú sért bókstafstrúar eða ekki.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 20.8.2010 kl. 00:19

165 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Þorvaldur

Maður hættir alltaf að lesa þegar maður sér endalausar trúartilvitnanir.

Það var nú leiðinlegt, þú gætir lært hellings visku með því að fletta þessu upp.

Bara athuga hvort þú sért bókstafstrúar eða ekki.

Ég trúi biblíunni og öllu sem í henni stendur. Það eru til margar útgáfur af biblíunni og það skiptir máli hvaða biblíu maður les til að fá sannleikann. Ég tel að Torah sé grundvöllurinn sem allt er byggt á, ég tel að það sé nauðsynlegt að hafa hebresku kunnáttu til að geta skilið biblíuna. Ég hef ekki lagt saman tölurnar sjálfur en Guð skapaði jörðina á 7. dögum fyrir sirka 6000árum síðan

Alexander Steinarsson Söebech, 20.8.2010 kl. 00:32

166 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ef þessi börn fylgdu Guði, þá munu þau eyða eilífðinni með honum.

Og hin? Börnin sem dóu of ung til að hafa hugmynd um hvað trúarbrögð eru, hvað þá velja á milli þeirra, eru þau þá í helvíti? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2010 kl. 01:34

167 identicon

Alexander S.

Ég hef ekki lagt saman tölurnar sjálfur en Guð skapaði jörðina á 7. dögum fyrir sirka 6000árum síðan

 ....Is that your final answer?

CrazyGuy (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 08:50

168 identicon

En hvað hefur að segja um fólkið sem að segist elska krist og eru í botni með drottni en samt sýna biblíunni óvirðingu með því að trúa ekki á hluti í henni.....og velja því sem þeim líkar við og henda því sem þeim líkar ekki við?

CrazyGuy (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 08:56

169 identicon

Og með hluti meina ég "The Story Of Creation" og fleiri hluti....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 08:59

170 Smámynd: Odie

Theódór Norðkvist: Þess má geta að Hawkins-geislun hefur aldrei veirð staðfest. Hún er því enn sem komið er aðeins tilgáta.

Er það eitthvað sem skiptir mái?  

Flest allir vísindamenn eru á því að þetta sé svona og hafa ekki gert miklar athugasemdir við þetta frá 1974. 

Odie, 20.8.2010 kl. 09:34

171 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Alexander:Ég hef ekki lagt saman tölurnar sjálfur en Guð skapaði jörðina á 7. dögum fyrir sirka 6000árum síðan

Já og samkvæmt minni skilgreiningu þá ert þú bókstafstrúar. Ég ætla ekki að dæma þig fyrir vikið en ég fyllist bara vorkunn þegar ég les svona. Sorry ég er bara þannig.

Það er mjög erfitt að ræða við bókstafstúarmenn um vísindi vegna þess að þeir geta sjaldnast rætt um þau á hlutlausum grundvelli. Hugsunin er bara svo skökk( frá mér séð).

Þorvaldur Víðir Þórsson, 20.8.2010 kl. 10:29

172 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Theódór Norðkvist: Þess má geta að Hawkins-geislun hefur aldrei veirð staðfest.

Ég vil bara segja sem eðlisfræðingur þá er mjög auðvelt að sýna fram á Hawkins geislun. Veistu nokkuð hvað það er??? Hawkins geislun er ekkert annað en þegar elektróna og andelektróna myndast á sama augnablikinu. Það myndast efni og andefni úr engu. Þetta hefur oft verið skráð í agnarhröðlum. Þetta var þekkt fyrirbrigði áður en Hawkins kom með þetta. Það eina sem hann gerði var að koma með tilgátu um að svona nokkuð komi upp við svarthol þannig að andefnið er sogað inn í svartholið og efniseindin sleppur. Hawkins kom nú ekki bara fram með þetta sem staðlausa kenningu. Á bakvið hana voru talsvert mikið af útreikningum. Þessir útreikningar sýndu fram á að uppgufun svarthola er hraðari eftir því sem þau minnka. En hvað kemur Hawkins geislum þessu við. Ertu að reyna að tína til eitthvað frá vísindum sem hljómar ótrúverðulega??? Ég held að þú ættir þá frekar að taka eitthvað sem er raunverulega rifist um meðal vísindamanna svo sem hvort til séu margir alheimar og hvort eitthvað hafi verið til fyrir Miklahvell.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 20.8.2010 kl. 10:37

173 Smámynd: Mofi

Theódór
Er Guð ekki alvitur og algóður?  Af hverju þurfum við að biðja?  Veit hann ekki að við erum í tómu tjóni?  Af hverju þurfum við að auðmýkja okkur fyrir honum?

Að biðja er eins og samtal, ekki fræðsla fyrir Guð. Auðmýkt er síðan holl fyrir okkur, að hætta að vera á háum hesti, viðurkenna að við getum ekki allt og við þurfum á hjálp að halda.

Theódór
Hvers vegna máttum við ekki opna augun í Eden?  Af hverju eigum við að taka við Guðs ríki eins og börn, en ekki ein og viti bornir einstaklingar?

Frekar þekking á hvernig maður getur gert vonda hluti. Þekking að það er hægt að myrða og ljúga.  Ég held að við vitum ekki fyrir víst hvað það er að taka við Guðs ríki sem barn. Ég persónulega held að það er sakleysi og einlægni barna sem þarna skiptir máli.

Theódór
Af hverju hefur kirkjan alltaf barist gegn vísindunum?  Af hverju hamast bókstafstrúaðir við að afneita sannleikanum?

Ef þú setur vísindi samasem merki milli vísinda og guðleysis, er þá eitthvað undarlegt að kirkjan hafi eitthvað við það að athuga?  

Hvaða sannleika finnst þér ég afneita? Geturðu bent á einhverja staðreynd sem þér finnst ég afneita?

Mofi, 20.8.2010 kl. 10:49

174 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorvaldur þú spyrð hvað Hawkins-geislunin komi málinu við.

Spurningin var hvort hægt væri að búa til eitthvað úr engu. Þá nefndi Odie Hawkins-geislunina. Ég hafnaði því að hún teldist vera það að búa til efni úr engu. Þyngdarafl er ekki ekkert. Sýndaragnir, sem koma við sögu í ferlinu, eru heldur ekki ekkert. Agnarhraðall er enn síður ekkert.

Theódór Norðkvist, 20.8.2010 kl. 12:58

175 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Tinna, Og hin? Börnin sem dóu of ung til að hafa hugmynd um hvað trúarbrögð eru, hvað þá velja á milli þeirra, eru þau þá í helvíti? 

Guð rannsakar hjörtun, og lítur á hjörtu barnanna. Mín persónulega trú er sú að börn sem hafa ekki enn öðlast skilning eða þroska séu undir náð Guðs. Alveg eins og ef ungabarn deyr, þá tel ég að það eyði eilífðinni með Guði.

 CrazyGuy,

 En hvað hefur að segja um fólkið sem að segist elska krist og eru í botni með drottni en samt sýna biblíunni óvirðingu með því að trúa ekki á hluti í henni.....og velja því sem þeim líkar við og henda því sem þeim líkar ekki við? Og með hluti meina ég "The Story Of Creation" og fleiri hluti....

Þau munu að lokum þurfa að mæta skapara sínum og svara til saka fyrir sínar gjörðir. Persónulega myndi ég ekki kenna fólki þann veg eða ganga hann sjálfur.

Þorvaldur,

Ég ætla ekki að dæma þig fyrir vikið en ég fyllist bara vorkunn þegar ég les svona. Sorry ég er bara þannig. Það er mjög erfitt að ræða við bókstafstúarmenn um vísindi vegna þess að þeir geta sjaldnast rætt um þau á hlutlausum grundvelli. Hugsunin er bara svo skökk( frá mér séð).

Hvað kallarðu hlutlausann grundvöll? Ert þú að ræða málin á hlutlausum grundvelli? Pældu aðeins í hvað "hlutlaus grundvöllur" þýðir. Ég held að það séu voðalega fáir menn á hlutlausum grundvelli. Þegar maður hefur skoðað málið og myndað sér skoðun, þá er maður ekki lengur hlutlaus og öll samskipti manns endurspegla það. Ef þú hallast ekki frekar að einum möguleika en öðrum, þá gætirðu verið hlutlaus, eða rætt málin á hlutlausum grundvelli, en þar sem þú fyllist vorkunn að heyra að ég sé bókstafstrúar og talar um að ég hugsi skakkt, þá ertu ekki að líta á málin á hlutlausum grundvelli.

Alexander Steinarsson Söebech, 20.8.2010 kl. 13:48

176 Smámynd: Odie

Theódór Norðkvist: Spurningin var hvort hægt væri að búa til eitthvað úr engu

Það þarf ekki þyngdarafl eða hraðal til að búa til efni.  Þ.e.a.s. eind og andeind.   En þetta eru þau skilyrði sem þarft til þess að við getum mælt atburðinn.  Ekkert svo ólíkt því að kveikja ljós til að lesa bók.

Odie, 20.8.2010 kl. 14:33

177 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Alexander: Hversu margar villur þyrftirðu að finna í Biblíunni til að trúa því að hún sé ekki orð Guðs?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2010 kl. 17:12

178 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Tinna, Hversu margar villur þyrftirðu að finna í Biblíunni til að trúa því að hún sé ekki orð Guðs?

Ég get ekki gefið tölu á það, það fer allt eftir þýðingu á orðinu og það eru til margar útgáfur af Biblíunni og þær eru misvel þýddar, þannig að ég get ekki svarað þeirri spurningu á annan hátt heldur en "Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, " - 2Ti 3:16 

Ég spyr á móti, hvað þarf mikið að vera rétt í Biblíunni til að þú trúir að hún sé innblásin af Guði?

Alexander Steinarsson Söebech, 20.8.2010 kl. 17:43

179 identicon

Varðandi svar 112.

Við virðumst hafa rekist á algengan miskilning varðandi orðin agnostic og atheist. Atheist er sá sem er án trúar á guð og agnostic er sá sem trúir ekki að mögulegt sé að hafa fullan skilning á neinu. Þau útiloka hinsvegar ekki hvort annað og sá sem er trúleysingi getur verið agnostic þó svo reyndar það sé erfiðara fyrir trúaðan mann að vera agnostic því trú(faith) felur í sér þá merkingu að hafa óbugandi trú á einhverri staðhæfingu.

Trúleysingjar geta verið gnostic og agnostic, þeir sem eru gnostic halda fram fullvissu, þeir sem eru agnostic halda ekki fram slíkri fullvissu.

Villan felst í að hópa alla trúleysingja saman í einn hóp án þess að átta sig á því að þeir eru jafn mismunandi og fólk almennt, eina skoðunin sem þeir eru þó án nokkurs vafa sammála er sú að ekki er ástæða til að taka fullyrðingar um tilvist guðs eða guða trúanlegar. Fyrir utan það geta þeir haft hvaða skoðanir sem er.

Sem dæmi.

"Justin bieber er bestur í heimi" Þetta gæti trúleysingi sagt.

"Guð er ekki til" Þetta gæti trúleysingi sagt.

"Guð er ekki til(án þess þó að halda fram einhverri alheimsfullvissu um málið svipað og þegar við segjum aðspurð að einhyrningar og galdrakallar séu ekki til)"

"Guð gæti alveg verið til, en ég sé enga ástæðu til að trúa því" Þetta væri líka trúleysingi

"Ég tilbið Búdda" Oft er talað um búddista sem trúlaus trúarbrögð (meikar ekki mikið sense á íslensku en þarna koma orðin atheist(án guðs) og religion á enskunni.

Ég býst við að í grunninn gætum við sagt að orðið trúleysingi á íslensku sé bara villandi. Allir trúa jú einhverju. Það er hinsvegar jafngilt orðinu Atheist sem lýsir einungis yfir skorti á trú á einhverjar guðlegar verur.

Predikari (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:50

180 Smámynd: Ragnar Einarsson

jupp,,, word war 2,,,The spanish réttrúnaðarkjaftæðið,,sannar að guð er ekki til,,þessvegna hlýtur guðleysi að vera til.

Ragnar Einarsson, 20.8.2010 kl. 20:37

181 Smámynd: Ragnar Einarsson

Miljónir manna drepnar í nafni guðs.....þetta er guðinn ykkar,,gangi ykkur vel með hann.  Hættulegast í okkar þjóðfélagi er guð.

Ragnar Einarsson, 20.8.2010 kl. 20:46

182 Smámynd: Ragnar Einarsson

Endar að sjálfsögðu á því að drepa okkur allla.

Ragnar Einarsson, 20.8.2010 kl. 20:47

183 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Ari, eina skoðunin sem þeir eru þó án nokkurs vafa sammála er sú að ekki er ástæða til að taka fullyrðingar um tilvist guðs eða guða trúanlegar.

Þar er hægt að "hópa þá saman".

Allir trúa jú einhverju

Þar er ég sammála þér.

Ragnar, Þessi rök þín eru alveg út í hött. Margt hefur verið gert í nafni Guðs, sem er ekki gert í vilja Guðs.

Alexander Steinarsson Söebech, 21.8.2010 kl. 13:59

184 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Ég þakka fyrir samræðurnar, þetta hefur farið um víðan völl og helst beinst að því að sanna minn Guð en ekki sýna fram á hvað "trúleysi" ykkar hefur á bakvið sig. Það virðist vera sem svo að spurningu minni verður ekki svarað.

"Trúleysi" ykkar er byggt alfarið á trú, ég veit ekki hvort þið viljið horfast í augu við það en þannig er bara blákaldur sannleikurinn.

 Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Guð biblíunnar nánar, og skoða sönnunargögnin sem liggja fyrir. Ef þið brettið upp ermarnar og leitið að honum í einlægni, hver veit nema þið endið á því að finna sannleikann.

Alexander Steinarsson Söebech, 21.8.2010 kl. 14:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband