19.8.2010 | 16:55
Spurningar fyrir trúleysingja
Ég trúi á biblíuna og það siðferði sem er kennt í henni, sumir sjá hana öðruvísi en hún er og sjá einhvern hrylling út úr henni. En það er ekki réttur skilningur á biblíunni. En Guð er réttlátur Guð og fólk sleppur ekki óhegnt fyrir syndir sínar, það er orsök og afleiðing. Jesú kom í heiminn til að deyja fyrir syndir okkar til að við gætum fengið fyrirgefningu og lifað heilögu lífi. Í fullkomnum heimi án syndar, þá væri yndislegt að búa hér. Ég hvet alla til að leita Guðs af einlægni og bið Guð að hann megi leiða okkur inn á hinn rétta veg, að við getum gengið í ljósinu með honum.
En þá kemur að spurningunni, hvaðan hefur trúleysinginn sitt siðferði? Einn getur verið morðingi á meðan annar er læknir og þeir hafa kannski sitthvort siðferðið, hvort er þá í raun og veru rétt? Er það meirihlutinn sem ræður eða hvernig virkar þetta eiginlega?
Endilega horfið á þetta video og svarið svo þessum spurningunum hér fyrir neðan.
Sp. 3 - Hvaðan færðu siðferði þitt?
Sp. 4 - Hvernig þróaðist siðferðið?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:59 | Facebook
Athugasemdir
Vandamálið í þessu öllu er að það er í raun ekkert til sem heitir "trúleysi". Til að vera algjörlega trúlaus, þá þyrfti maður að vera algjörlega siðlaus.
Siðferði er nefnilega trú og byggt á trú.
Trúleysi er því í raun merkingarlaust orðagjálfur, rétt eins og einhver myndi lýsa því yfir að hann væri "hugsunarlaus".
Til að geta verið "hugsunarlaus" þá þyrfti maður í raun að vera liðið lík - eða bara hreint ekki til.
"It is good to maintain life and to further life; it is bad to damage and destroy life.
And this ethic, profound, universal, has the significance of a religion. It is religion."
- Albert Schweitzer.
Hólímólí (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 17:50
Já, ég er mjög svo sammála þér, takk fyrir gott svar
Alexander Steinarsson Söebech, 19.8.2010 kl. 21:40
Góður punktur þarna í myndbandinu með að margir guðleysingjar setja engin takmörk á hvað tilviljanir eiga að leysa. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að þegar það er þannig þá hætta staðreyndirnar að skipta máli, þá eru þeir komnir með svo kölluð vísindi þar sem staðreyndirnar skipta ekki máli. Held að ég kalla það trú sem er sama um þekkingu.
Mofi, 21.8.2010 kl. 20:38
Já, og þeir virðast líka forðast óþæginlegar spurningar
Alexander Steinarsson Söebech, 23.8.2010 kl. 10:52
Betra að þeir geri það en svari þeim með útúrsnúningum því þá fara af stað umræður sem erfitt er að komast út úr með sóma.
Annars, strákar, hefði ég mjög gaman af því að fá að spyrja ykkur tvo nokkurra spurninga sem tengjast trú og sýnist þetta vera ágætur þráður til þess þar sem enginn annar virðist vera að fylgjast með honum.
Má ég það ... altso koma hér með nokkrar spurningar um trúarlega hluti sem mig langar að fá betri innsýn í?
Hólímólí (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 11:04
Já, endilega
Alexander Steinarsson Söebech, 23.8.2010 kl. 11:56
Fyrsta sem ég vil fá að vita.
Hvernig getið þið samþykkt að jörðin sé bara 6.000 ára gömul? Ég á þá við að við séum að tala um sömu tímaeiningu og við notum í dag. Hins vegar veit ég ekki betur en að það sé viðurkennt sem staðreynd að t.d. risaeðlur hafi dáið hér út fyrir mörgum milljónum ára, sem er þá gott betur en 6.000 ár ... þannig að þar er strax mótsögn sem ég skil ekki.
Athugið að ég veit að þessari spurningu hlýtur að hafa verið svarað áður þannig að til að spara ykkur skriftir þá dugir líka að benda mér á hvar svarið við henni er að finna.
Svo kem ég með næstu spurningu.
Hólímólí (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 14:52
Ég hef ekki sjálfur talið saman árin í biblíunni en mér skilst að það sé árið 6010 - Michael Rood talar einhvað um þetta
Í sambandi við risaeðlurnar - T. rex soft tissue
Í sambandi við aldur jarðar - Geologic Column
Hér læt ég fylgja með nokkur atriði sem vert er að athuga
Alexander Steinarsson Söebech, 23.8.2010 kl. 16:51
Takk fyrir það.
Spurning 2: Nú var ég skráður í kristnu Þjóðkirkjuna, skírður og fermdur. Ég trúi á Guð enda hef ég hann við hlið mér.
Samt hef ég heyrt að þar sem ég trúi ekki á hluti eins og að Jesú hafi verið eingetinn, upprisu hans og himnaför þá geti ég ekki talið mig kristinn því þetta séu í raun hornsteinar kristinnar trúar og að sá sem trúi þessu ekki hljóti að vera annarrar trúar.
Er það rétt?
Hólímólí (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 17:34
Skilningur minn á biblíunni fer ört vaxandi og ég er langt frá því að skilja allt sem í henni stendur. Guð hefur gefið mér visku til að skilja það sem hann hefur sýnt mér og ég þakka honum fyrir það. Þetta málefni væri hægt að eyða mánuðum saman í að ræða um, en ég skal reyna að koma inná nokkur lykilatriði, þetta er samt ekki tæmandi listi, en þér er frjálst að spyrja.
Biblían er full af táknum uppá Messías og komu hans, það er hægt að nefna þar td. allar hátíðirnar, fórnir, atvik, o.sv.frv. Guð kom í þennan heim til að deyja fyrir syndir okkar, þannig að vissulega er þetta eitt af aðalatriðum kristinnar trúar. Til að geta skilið afhverju hann kom hingað og dó fyrir syndir okkar, þá verðum við að kíkja í Torah og sjá hvað það segir þar. Þegar að maðurinn syndgar þá getur hann ekki verið lengur í nærveru Guðs og til að brúa þetta bil þá kemur Jesús og deyr í okkar stað til að við þurfum ekki að eyða eilífðinni aðskilin Guði. Allir menn hafa syndgað, líka ég, og samkvæmt verkum okkar höfum við ekki lifað í mynd skapara okkar, verið heilög eins og við eigum að vera. Þar sem að það er orsök og afleiðing, og syndin elur af sér dauða þá verður einhver að taka á sig syndir okkar til þess að við getum verið frjáls. Það er það sem að Jesús gerði með því að koma hingað, lifa heilögu lífi, hann gerði aðeins það sem faðirinn sagði honum og fylgdi lögmálinu sem fyrirmynd fyrir okkur. Hann hefur dáið, risið upp og er nú að búa okkur stað og kemur aftur til að sækja okkur í brúðkaupið.
Þetta snýst allt um að Guð vill eiga við okkur samfélag, hann vill sýna okkur miskunn og fyrirgefningu og vegna þess að Guð er heilagur og í honum er engin synd og synd getur ekki verið þar sem hann er. Þá þurfti Jesús að koma og deyja fyrir okkur, blóði hans að vera úthellt svo að blóð Jesú (blóð lambsins) myndi hreinsa okkur af syndinni og við gætum eytt eilífðinni með Guð. Við eigum að helga okkur og lifa samkvæmt reglum hans. Það sem að Jesú gerði á krossinum er miskunn hans, þar sem hann fyrirgefur okkur syndir okkar en það er ekki til þess að við megum gera það sem við viljum heldur eigum við að fylgja honum og láta af syndinni.
Ef við skoðum hebreskuna, þá til dæmis í hebreska orðinu [oth] sem þýðir tákn, felst svo mikið meira en bara tákn. Út úr því orði er hægt að sjá að tákn merkir, tákn komu hans. Og ef að hebresku stafirnir (Aleph, Vav, Tav) eru skoðaðir í myndmáli þá þýðir Aleph (Sterkur, Leiðtogi), Vav (Nagli), Tav (Kross). Og þegar við skoðum hvað táknið er þá sjáum við að það er sterkur leiðtogi negldur á kross, sem er Jesús.
Ég trúi öllu því sem stendur í biblíunni, öllum sögunum og öllum kraftaverkunum. Þýðingar eru mismunandi, en ég treysti Guð til að sýna mér það rétta og sannleikann í öllum málefnum. Þú þekkir eflaust til spádómanna um að Jesús muni fæðast og það sem stendur í orðinu um að hann hafi verið eingetinn, upprisu hans og himnaför. En það er svo mikið af táknum í biblíunni eins og ég kom aðeins inná sem benda til krists og í honum er fyrirgefningin. Ég veit ekki hvort þetta var að einhverju gagni eða hvort ég fór inn á einhvað allt annað málefni, en endilega spyrðu nánar ef það er einhvað.
Ef ég má spyrja, hverju trúir þú í sambandi við Guð? Hver er þinn grundvöllur?
Alexander Steinarsson Söebech, 23.8.2010 kl. 21:29
Grundvöllur minn er bara sá Guð sem ég sé og heyri í og tala við og veitir mér leiðsögn.
Ég hef aldrei lesið biblíuna að neinu marki og kann ekki hebresku. Sé heldur enga þörf á því þar sem Guð talar og skilur íslensku.
Hef aldrei litð svo á að ég þurfi að vera vel lesinn til að trúa eða vera í samfélagi við Guð.
Fyrir mér er Guð eins konar óendanlega fagurt bjart ljós í mannsmynd, alvitur og algóður og almáttugur.
En ... spurning 3 (þótt mér finnist ég ekki hafa fengið svar við nr. 2 enn).
Ég er alveg viss um það það sé bara til einn Guð og því er ég alveg viss um að öll trú, sama hvaða nafni hún nefnist og sama hvaða áherslur hún hefur skapað hjá hinum ýmsu þjóðum og menningarblæbrigðum, sé að grunni til nákvæmlega sama trúin.
Eruð þið sammála mér í því?
Hólímólí (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 22:37
Hólímólí, ég er ekki sammála þér í því. Ástæðan er einföld, þegar þú skoðar hvað önnur trúarbrögð kenna þá er það alls ekki hið sama. Sumir af þessum trúarbrögðum heimtuðu barnafórnir, aðrar kynsvall, aðrar blóðs úthellingar og lögðu mikla áherslu á heiður og hefnd. Ég á erfitt með að trúa á ringlaðan Guð, einhvern sem skiptir um skoðun daginn út og inn. Ég sé frekar fólk fylgjandi sjálfu sér, búandi til hluti sem því dettur í hug og tileinka því einhverjum guði. Eitthvað sem ég er hræddur um að þú ert að gera ef að orð Guðs er ekki Biblían heldur þú sjálfur. Hin kristna von felst í því að dauðinn hefur verið sigraður og Jesú reis upp frá dauðum því til sönnunar. Ef þú trúir þessu ekki þá getur þú varla haft þessa kristnu von og þá líklegast trúir á ódauðleika sálarinnar, eitthvað sem Biblían kennir ekki.
Mofi, 24.8.2010 kl. 12:15
Hólímóli, Fyrir mér er Guð eins konar óendanlega fagurt bjart ljós í mannsmynd, alvitur og algóður og almáttugur.
2Co 11:14 Og ekki er það undur, því að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd.Ef að við vitum ekki hvað stendur í orði Guðs, hvernig eigum við þá að þekkja sannleikann frá blekkingunni? Fyrsta skrefið sem ég myndi ráðleggja þér væri að setjast niður og lesa biblíuna. Guð vill að við lesum í orði hans og fræðumst um hann. Biblían er hér af ástæðu og ég vitna oft í enska heitið, mér finnst það nokkuð gott,
B-I-B-L-E = Basic-Instructions-Before-Leaving-Earth.
Hos 4:6 "Lýður minn verður afmáður, af því að hann hefir enga þekking. Af því að þér hafið hafnað þekkingunni, þá vil ég hafna yður, svo að þér séuð ekki prestar fyrir mig, og með því að þér hafið gleymt lögmáli Guðs yðar, þá vil ég og gleyma börnum yðar. "
Ég er alveg viss um það það sé bara til einn Guð
Það er rétt að það er aðeins til einn Guð, það er YHWH, Guð biblíunnar.
og því er ég alveg viss um að öll trú, sama hvaða nafni hún nefnist og sama hvaða áherslur hún hefur skapað hjá hinum ýmsu þjóðum og menningarblæbrigðum, sé að grunni til nákvæmlega sama trúin.
Upphaflega er það bara Adam og hann trúir á YHWH. En með tímanum verður uppreisn gegn Guði, og þá er strax komin hjáguðadýrkun. Eins og við getum lesið um í biblíunni þá vildi satan verða eins og Guð (Jes 14:12-14) og hann vill láta tilbiðja sig. En bara til að hafa það alveg skýrt þá eru öll önnur trúarbrögð en það sem biblían kennir villutrú og þeir sem aðhyllast slíkt enda í helvíti. Það eru ekki margar leiðir til himna, þeir sem segja slíkt eru ekki Guðs. Jesús sagði sjálfur, ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. enginn kemur til föðurins nema fyrir mig (Jóh 14:6). Til þess að geta þekkt blekkinguna frá sannleikanum þá verðum við að vera grundvölluð í orðinu.
Þegar þú lest í gegnum biblíuna, og ég ráðlegg þér að lesa hana alla, ekki bara "NýjaTestamentið" þá sérðu hvað það er sem skiptir máli. Ef þú lest hana í einlægni og leitar Guðs og biður hann að sýna þér og kenna þér sannleikann þá mun hann opinbera fyrir þér og kenna þér þannig að smám saman mun þekking þín aukast.
Alexander Steinarsson Söebech, 24.8.2010 kl. 17:23
Jæja, ég þakka ykkur fyrir félagar. Ég ætla að fara að leiðbeiningum ykkar og skoða mín mál betur varðandi þetta allt.
Hólímólí (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 17:28
Ein spurning til ykkar bókstafstrúaðra. Hvað segir Guð (í gegnum Biblíuna) um hvort/hvernig maður eigi að svara heimskingjum (e. fools)?
helgason, 25.8.2010 kl. 00:00
Helgi, Salómon fjallar aðeins um það.
Kannski tveir slæmir valkostir og kannski fleiri til og maður verður að meta, hvort á við í hverju tilviki fyrir sig. Ég á mjög erfitt með að tileinka mér vers 4 og þarf örugglega að fara meira eftir því.
Mofi, 25.8.2010 kl. 08:43
0 to contradiction í einni línu. Toppi aðrir það.
helgason, 25.8.2010 kl. 12:45
Þú getur alltaf réttlætt að þú sért ekki fylgja 4 með því að þú sért að fylgja 5 og öfugt. Er það ekki hentugt? :)
helgason, 25.8.2010 kl. 12:47
Helgi, þetta er ráðgjöf og þú verður að sýna smá hyggjuvit eftir aðstæðum, hvort er gáfulegra í hvað stöðu.
Mofi, 25.8.2010 kl. 13:03
Helgi minn ... er ekki hentugt að eiga tvo eða fleiri kosti í flestum stöðum?
Vilt þú bara hafa einn kost ... svipað og Marteinn Mosdal?
Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.